Endurunninn kerti

Þau eru orðin nokkur skiptin sem ég hef ég gert stór og mikil kerti úr afgöngum. Að búa til kerti úr kertaafgöngum er mjög góð skemmtun, en getur verið varasöm.  Þess vegna ætla ég að byrja á að setja hér tengil á heimasíðu Heimaeyjarkerta  hvað það er sem ber að varast þegar kerti eru brennd, vinsamlegast kynntu þér málið.

Vinir, vandamenn og vinnufélagar hafa verið duglegir að hugsa til mín og gefið mér kertaafganga og fyrir það kann ég þeim bestu þakkir og umhverfið líka. Í fyrra var kertaafgangahaugurinn orðin dágóður og við vinkonurnar tókum okkur saman og steyptum kerti úr herlegheitunum.

Steypumótin voru allskonar box og dósir sem fallið höfðu til á heimilum okkar eins og sjá má á myndunum hér neðar.  Kertaþráð höfðum við keypt í föndurbúð og hægt er að kaupa hann í metravís og gera þarf ráð fyrir smá auka þræði í hnútana. Einnig er tilvalið að veiða uppúr og halda til haga kertaþráðunum sem verða eftir þegar löng kerti eru brædd til endurvinnslu. Þá má líma niður með límbyssu, t.d. í glerkrukkur.

Steypumótin gerð klár fyrir brætt vaxið

Steypumótin gerð klár fyrir brætt vaxið

Við gerðum gat í miðri dósinn og þræddum þráðinn í gegn. Til að kertið brenni vel þarf að strekkja þráðin vel og við reyndum að hafa hann eins strektan og mögulegt var. Þess vegna eru gamlir prjónar, flugeldaspítur og aflóga trélitur þvert yfir dósirnar á myndunum.  Við gerðum hnút á þráðinn við botninn og bundum hann einnig vel á ,,þver-ránna“ og svo var límbyssan notuð til að þétta í botninum og festa uppi. Nauðsynlegt er að reyna að fyrirbyggja allan leka á botninum, annars fer vaxið út um allt. En gott er að vera með einhverskonar plastdúk.  Ef þráðurinn er ekki í miðjunni á kertinu, verður kertaveggurinn mismunandi þykkur þegar kertið brennur.

Gulur, rauður, grænn og blár, allur settur röndum. Svartur, hvítur, fjólublár ...

Gulur, rauður, grænn og blár, allur settur röndum. Svartur, hvítur, fjólublár …

Brúnu stóru klumparnir sem sjá má í gula kassanum, voru afgangar úr einni af fyrri framleiðslu. Þau tókum við og brutum niður með hamri og sporjárni,  í lita kubba og fylltum dósirnar með.  Þetta brúna vax var því verið að nota alla vega í þriðja skiptið.

Fylltum box með brúnum kubbum

Fylltum box með brúnum kubbum

...alveg stútfylltum það...

…alveg stútfylltum það…

Við ákváðum að prófa að vera með brúna kubba og fylla upp með hvítu vaxi.  Bræddum það….og hvernig gerir maður það svo?  Rétta leiðin er að bræða vaxið yfir vatnsbaði.  Sem sagt, vera með pott með vatni í á hellunni og annan pott þar ofan í með vaxinu og bræða við vægan hita. Öryggisins vegna mæli ég með að hafa eldvarnateppi og slökkvitæki við hendina, þá má svo lítið útaf bera til að allt standi í björtu báli.

Við helltum eins miklu vaxi og hægt var í boxin.  Samt stóðu kubbar uppúr sem var bara töff.  Þegar kertavaxið fer að kólna þjappast það saman og súkkar mikið í miðjunni. Það getur verið gott ráð að eiga smá afgang af aðallit kertisins til að fylla upp með síðar.

Svo var komið að klakakertunum. 

Við gerðum alveg eins með þau og fylltum upp með klökum, bræddum ákveðna liti og heltum yfir.  Þannig fylltum við hvert boxið á fætur öðru og létum standa yfir nótt….óþreyjufullar eftir að taka kertin úr umbúðunum. Þegar kertir eru storknuð er rétt að losa límið af botninum og skera á þráðinn efst og losa um. Skera smá rauf ofan í pappaboxið og rífa það svo utan af kertinu.

Kertin fengu tíma til að taka sig.  Takið eftir holunum í miðjunni á kertunum.

Kertin fengu tíma til að taka sig. Takið eftir holunum í miðjunni á kertunum.

Til að láta vaxið súkka sem mest í upphafi klöppuðum við dósunum hressilega og skelltum aðeins í borðið.  Auk þess stungum við prjón niður með þræðinum til að losa um loft og fylltum upp með vaxi.  Daginn eftir stungum við prjón aftur niður og fylltum í þá holu sem myndaðist og til að fá sem sléttast yfirborð.

Ýmsum smá afgöngum af vaxi skellti ég í glerkrukku og ef vel er að gáð, má sjá að kertaþráðurinn í þessum krukkum kemur úr gömlum kertum.  Fullar og hálfar krukkur eru báðar jafnsætar og hægt er að henda litlum kertaafgöngum ofan í eins og þetta brúna í hvítu krukkunni.

Þessi voru nokkuð krúttleg saman út í glugga í mismunandi litum!

Þessi voru nokkuð krúttleg saman út í glugga í mismunandi litum!

Í lokin tókum við svo alla afganga, bræddum saman og settum í stóra áldós sem bóndinn minn var búin var að gata til skrauts fyrir okkur. Því er skemmst frá að segja að þetta útikerti dugði öll síðustu jól og mun sennilega duga þessi líka.

Stór og mikill þráður í þessu sem var ca 12 cm að lengd.

Stór og mikill þráður í þessu sem var ca 12 cm að lengd.

Engar kertaslettur

Engar kertaslettur

Hér má svo sjá

Ljósari kertin eru brúnu kubbakertinn sem við töluðum  um í upphafi.  Rauða var með rauðari bútum.

Ljósari kertin eru brúnu kubbakertinn sem við töluðum um í upphafi. Rauða var með rauðari bútum. Það var líka fyllt upp með hvítu vaxi í lokin og kom mjög skemmtilega út.  Þræðina á eftir að snyrta.

Gulir kubbar þar sem önnur blandaði öllum litunum saman en hin ákveðna lit í lögum.  Páskakerti?

Gulir kubbar þar sem önnur blandaði öllum litunum saman en hin ákveðna lit í lögum. Páskakerti?

Þessi urðu mjög brothætt og vel má sjá sprungur í þeim.

Klakakertin voru mjög lengi að þorna undan klakanum.  Brunnu rosalega hratt en voru svakalega falleg. Vatnið lokaðist sumstaðar inni í vaxinu og komst ekki burt fyrr en vaxið bráðnaði utan af því….þá brakaði skemmtilega í þræðinum og svo slokknaði á því.  

Og hér eru þau öll saman komin.

Góð vísa er aldrei of oft kveðin og því vil ég ítreka að fara varlega ef þú ætlar að prófa að gera kerti.

Ef þú ætlar ekki að gera kerti en átt afganga hvet ég þig til að koma þeim til aðila sem endurvinna þá eins og Bjarkarás og Sólheima.

4 athugasemdir við “Endurunninn kerti

  1. Bakvísun: Undirbúningur kertagerðar | Græni froskurinn

  2. Bakvísun: Gulir páskar | Græni froskurinn

Það væri gaman að heyra frá þér

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s