Tólgarkerti

Nú er smalamennskan hafin og því ekki seinna vænna en að koma í loftið myndum og smá texta frá tólgarkertagerðinni frá því í fyrra.  Já, í fyrra og ekki orð um það meir!  …..eða var það í hitteð fyrra?- man það ekki, enda allt í lagi. En þeir sem taka slátur gætu gert útikerti úr afganginum af mörinni, það er bara ekkert mál!

Það stóð sum sé þannig á að töluvert var eftir af mörinn frá sláturgerðinni, búið að gera smá hamsatólg sem var komin í frysti  og enn var slatti af mör eftir. Þetta var afar auðsótt, nú skyldi búa til útikerti.  Ég hafði haldið til haga einhverjum gömlum útikertaáldósum sem ég skolaði og límdi með límbyssu grófan kertaþráð í botninn.  Mörin fór í pott og var brædd.  Allir hamsar voru fiskaðir úr og fitann flutt yfir í áldósina þangað til hún var full. Því meira sem mörin hitnaði því gulari varð fitan og því kertið.  Það tók smá stund að bræða alla mörina, en það hafðist og úr urðu þessi fínu tólgarkerti. Ég hef samt ekki prófað að kveikja á tólgarkertum inni enþá, gæti best trúað því að það kæmi smá svona tólgarlykt.

Ef glöggt er skoðað sést að kertið vinstra megin á myndinni er töluvert gulara á litinn.

Ef glöggt er skoðað sést að kertið vinstra megin á myndinni er töluvert gulara á litinn.

Jú, þau lukkuðust bara nokkuð vel þessi og ég mun örugglega gera svona tólgarkerti aftur.

???????????????????????????????

Logandi útikerti eru alltaf falleg.

Þar sem nú líður óðum að tíma kósíheita og kertaljósa ætla ég að vera með nokkra kertapósta á næstu vikum.  Við vinkonurnar gáfum okkur nefnilega tíma til þess í sumar að búa til nokkur kerti til að lýsa okkur í gegnum svartasta skammdegið.

Ein athugasemd við “Tólgarkerti

  1. Bakvísun: Undirbúningur kertagerðar | Græni froskurinn

Það væri gaman að heyra frá þér

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s