Moltukassar

Þegar froskafjölskyldan flutti í núverandi húsnæði síðla árs 2000 kom ekki annað til greina en að vera með moltukassa í garðinum.  Hinn handlagni heimilsfaðir tók að sér, þá um veturinn, að útbúa moltukassa úr brettatimbri í skúrnum. Þó að ég muni ekki í dag hvað hún heitir, þá fór einhver fúavörn innan í kassana. Um leið og voraði voru þessi kassar svo settir út á heppilegan stað í garðinum. Um það bil 80×80 cm. hvert hólf, ca. meter á hæð og þrír þannig. Þessir kassar hafa síðan tekið við ógrynni af eldhús- og garðaúrgangi sem fengið hefur að umbreytast og síðan farið aftur í beðin í garðinum.  Síðasta sumar voru kassarnir þó eiginlega alveg að niðurlotum komnir og nú í vor litu þeir svona út.

Moltukassar að niðurlotum komnir

Moltukassar að niðurlotum komnir

Víða má finna fegurð og þessum froski finnst einhver sjarmi yfir gömlum við, ryðguðum skrúfum og mosa eins og á þessari mynd, en svona litu lokin á kössunum út.

Fallegt finnst sumum...

Fallegt finnst sumum…

Því var komið að endurnýjun á þessum bráðnauðsynlega húsbúnaði því ég get ekki hugsað mér að fara aftur í það að henda öllum þessum efnilega garðaáburði bara í ruslið. Fæ meira að segja móral ef eitt bananahýði fer í ruslið.

En, hvað skyldi nú gera við það sem í kössunum var, því auðvitað var molta í öllum kössunum! Jú, þeir skyldu fara í tilvonandi matjurtarreit (sjá næstu pósta).

Þegar búið var að moka moltunni í burtu komu í ljós ýmis göt á kössunum og ekki mátti koma mjög fast við spýturnar því þá einfaldlega molnuðu þær niður, svo fúnar voru þær orðnar.

Séð inn í eitt hornið ...

Séð inn í eitt hornið …

Í botninum á öllum kössunum voru og eru gangstéttarhellur sem auðvelda mokstur og allskonar skordýrum greiðan aðgang. Þrátt fyrir auðvelt aðgengi að því sem er í kössunum, höfum við ekki orðið vör við neinn músagang. (7 – 9 – 13 ,,knock on fúin wood“).

Sömu mál voru notuð í nýju kassana og í þetta skiptið fengum við fúavarið timbur með afslætti í einni af byggingavöruverslun bæjarins. Hinn handlagni heimilisfaðir setti svo herlegheitin saman í skúrnum.

Þrjú hólf..

Þrjú hólf..

Eins og síðast þá gerði hann raufar í miðjustólpa. Þannig er hægt að renna lausum fjölum úr, lækka þannig framhliðina og auðveldar allan mokstur úr kössunum og á milli hólfa.

Sneddý..

Sneddý..

Lokin eru örlítið hallandi til að mynda smá vatnshalla.Moltukassi_5a

Loks voru nýju kassarnir tilbúnir. Þá mátti bara tæma síðasta hólfið úr gömlu kössunum, þ.e.a.s það sem ekki var enn tilbúið sem molta. Við settum það til hliðar í risa stóran strigapoka, losuðum gömlu kassana í sundur, þökkuðum þeim fyrir frábæra samvinnu síðustu ár, kysstum bless og fórum með í förgun á Sorpu. Það varð síðan tveggja manna tak að bera nýju kassana út í garð og koma þeim fyrir á gömlu hellunum. Því næst voru lokin skrúfuð á og gromsið sett aftur í tvö hólf ásamt smá sagi.

Og voila svona líta moltukassarnir á heimilinu út í dag.

...daraaaa

…daraaaa

 

Taraaaa..

Taraaaa..

Moltan sem við búum sjálf til á heimilinu er alveg dásamleg og hefur nýst afar vel á þessum bæ. Í næsta pósti ætla ég að fjalla aðeins meira um moltuna.

 

3 athugasemdir við “Moltukassar

  1. Bakvísun: Hóst…. | Græni froskurinn

  2. Bakvísun: Litið um öxl | Græni froskurinn

  3. Bakvísun: Þannig týnist tíminn… | Græni froskurinn

Það væri gaman að heyra frá þér

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s