Molta

Nú þegar nýju moltukassarnir eru tilbúnir er óhætt að hætta að hræðast það að eggjaskurn fari að fjúka um götur borgarinnar. Eða allavega af okkar völdum. En svona verður moltan okkar til:

Í skápnum undir eldhúsvaskinum er svona dós. Þessi er undan piparkökum síðan einhvern tímann fyrir löngu. Þær hafa verið nokkrar hjá okkur moltudósirnar, því það virðist vera sem dósin eða plastið safni í sig dálítið leiðinlegri lykt með tíð og tíma. Þess vegna er þeim skipt út með óreglulegu millibili.

Moltudallurinn á heimilinu

Moltudallurinn á heimilinu

Í dósina fara ýmsir matarafgangar, en þó ekki brauð (það fer í rasp) og ekki kjöt, fiskur og pasta því það er yfirleitt borðað upp til agna.

innihald í moltudallinum

innihald í moltudallinum

Um leið og dósin fyllist er síðan skottast með hana út í moltukassa. Það gerist gjarnan annan hvern dag.  Í moltukassann fer líka gras, smáar greinar, sag, stundum smá sandur, þari ef við munum eftir að taka með poka í fjöruferðir, mosi, stöku eggjabakki og eldhúsþurrkur. Laufblöð, afskorin blóm, sumarblómin frá því í fyrra og þá moldin sem fylgir þeim. Þetta er svona það helsta.

Ofan í nýja moltukassanum

Ofan í nýja moltukassanum

Það hefur tekið á bilinu tvö til þrjú ár að fá fullgerða moltu úr hólfunum okkar þrem og það er ástæðan fyrir þremur hólfum. Segja má að við byrjum í fyrsta hólfi á ári eitt. Næsta ár mokum við úr hólfi eitt yfir í hólf tvö til að róta aðeins upp í kassanum og blanda gromsinu betur saman. Þá höldum við samt áfram að setja í hólf eitt en það sem er í hólfi tvö heldur áfram að brotna niður. Á ári þrjú mokum við síðan úr kassa tvö yfir í þrjú og eitt yfir í tvö og höldum áfram að setja í kassa eitt. Næsta ár er síðan komin þessi líka fína molta í kassa þrjú.

Það sem við mokuðum úr kassa eitt núna við moltukassaskiptin settum við í tvo kassa.  Þennan sem við sjáum hér á efri myndinni og svo þennan hér fyrir neðan það sem var lengra komið. Það verður að segjast að það er alveg óhemju mikið magn sem fer í svona kassa því það þjappast mjög hratt saman. Það er gjarnan talað um að lagskipta í kössunum ca 10 cm hvert lag og það er ábyggilega ekki fjarri lagi. Ef sett er of mikið eða þykkt lag af t.d. grasi brotnar það hægar niður. Meðal annars þess vegna er gott að moka á milli og tæta efnin í sundur.

Tveggja ára niðurbrot

Tveggja ára niðurbrot

Eins og sjá má er það sem er í kassanum ennþá frekar gróft ásamt því sem örlítið af nýju hráefni hefur blandast við. Það styttist þó í að hægt verði að nýta þetta í beðin.

Í síðasta pósti sagði ég frá því að áður skipt var um kassa hafði ég mokað því sem tilbúið var. Yfirleitt verður moltan frekar gróf og oft eru steinar og mjög grófar greinar í moltunni sem ekki er gott að hafa með. Hinn handlagni heimilisfaðir smíðaði stórt og gott sigti sem passar akkúrat á hjólbörurnar og þar er hægt að sigta stærstu óþarfahlutina frá.

Sigtið í notkun

Sigtið í notkun

Grófustu jarðvegsleyfarnar sitja eftir …

,,,

,,,

og eru settar í fötu sem síðan er farið með í jarðvegshauginn á Sorpu

...

Það sem eftir verður er þessi dásamlega molta

Míns eigins heimatilbúna fallega molta :)

Míns eigins heimatilbúna fallega sigtaða molta :)

Ótrúlegt að það sem safnaðist í gömlu og þreyttu moltukassana skuli samt sem áður hafa orðið að þessari glæsilegu moltu.

Er þetta ekki æði?

Er þetta ekki æði?

Við sigtuðum alls ekki allt sem kom úr kössunum núna, heldur settum við meiri hlutann í botninn á nýja matjurtabeðinu okkar og blönduðum svo sama við þá mold sem við bættum við. Það sem sigtað var setti ég í tvo sæmilega stóra poka til að eiga og mun blanda því út í aðra mold t.d. þegar sumarblóm fara í potta.

Það sem mér finnst brotna hægast niður í kössunum er; steinar úr avokado og mangó, hnetuskurn, maískólfar og mjög grófar greinar. Að gamni prófaði ég á sínum tíma að setja gamla litla útidyra-bastmottu í kassann og auk þess hef ég líka sett litlu bastkörfurnar undan hvítlauknum þar í. Þetta hefur hvoru tveggja brotnað niður í kössunum og hreinlega horfið.

Nú er það ekki þannig að allir hafi tök á því að gera sína moltu.  Þó hef ég þá trú að þeir séu fjölmargir sem gjarnan myndu vilja setja sinn lífræna úrgang á ákveðin stað svo að hægt væri að nýta hann til jarðgerðar.  Þess vegna hef ég oft velt því fyrir mér hvernig standi á því að ekki séu gámar fyrir lífrænan úrgang við hliðina á pappírsgámunum sem staðsettir eru mjög víða.  Ég held að þeir yrðu fjölmargir sem myndu nýta sér það.og fá sér smá göngutúr þangað kannski annan, þriðja hvern dag.

Hvað gerir þú við þinn lífræna úrgang?

6 athugasemdir við “Molta

 1. Sæl
  Þetta er mjög áhugavert
  ég eignaðist garð í vetur og er búin að setja niður karteflur, spínat og jarðarber
  mér voru gefnar 3 stórar bláar tunnur og ég ætla að gera moltu í þeim
  svo ég les allt um moltugerð og hef líka soðað á youtube
  takk fyrir
  kveðja
  Dagmar

  Líkar við

  • Sæl Dagmar,
   Já, þetta er nefnilega mjög áhugavert og skemmtilegt og maður getur alveg gleymt sér í þessu. Til hamingju megð garðinn þinn, það er alveg æðislegt að geta svo skottast út í garð og náð sér í sitt ,,eigings“ grænmeti, ber, rabbó og það allt :) Njóttu vel í sumar :)

   Líkar við

 2. Virkilega gaman að sjá þetta og kannast við það flest. Nota þó opna dalla undir afgangana of set þá síða í í pappírspoka til þess ætlaða þetta þornar þá soldið til bót, einnig sá ég ekki pappí, niðurrifna tossamiða og slíkt þetta er gott stoðefni. Grófar greinar verður eiginlega að kurla eða klippa nokkuð vel niður en kurl er mjög gott stoðefni og kröftugt. Ekkert brauð, fínt ef brauð er sett með í einhverjum mæli þá getur það stoppað virknina í bili.

  Líkar við

  • Já takk fyrir Björn og kærar þakkri fyrir góða og fróðlega punkta. Það er líka svo gaman að sjá og heyra hvernig aðrir gera. Er sammála þér með grófar greinar, þær verður helst að kurla niður. Pappír hefur farið í annað hér á heimilinu þar sem ég er að endurvinna hann í annað :) en sniðugt að setja smá og smá í bland.

   Líkar við

 3. Takk fyrir fróðlega umfjöllun. Er á fullu að vinna með jarðveg í mínum garði, kynna mér moltugerð. Vitið þið hvað hægt er að kaupa svona sigti eins og er á einni myndinni hér að ofan. Þarf maður kannski að föndra svona sigti sjálfur á endanum ?:) Svosem ekkert flókið mál en þægilegt að geta keypt bara svona einhvers staðar.

  Líkar við

  • Sæl Hildur og afsakaðu sein svör. Því miður hef ég ekki sé svona stór sigti til sölu, bara lítil kringlótt úr plasti. Já, líklega þarftu að föndra svona sjálf úr fínriðnu neti og einhverjum spítum. Gangi þér vel með það :)

   Líkar við

Það væri gaman að heyra frá þér

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s