Matjurtakassar

Loksins var komin endanleg hugmynd að matjurtarkössum í garðinn.  Margar hugmyndir höfðu komið og farið, vissulega misgáfulegar en það er mikil ánægja með lokaútfærsluna. Það kostaði auðvitað töluverða vinnu og skipulag og um það má lesa í þessum og síðustu tveim póstum …en hvað um það.

Fyrst þurfti að byrja á því að taka örlítið til og undirbúa væntanlega stað fyrir matjurtarkassana því mörg undangengin ár hafði svæðið mest verið notað sem leiksvæði með sandkassa og tilbehör. En þar sem menn eru löngu vaxnir upp úr sandkassanum (og hann fékk nýtt hlutverk, aha…hugmynd að nýjum pósti :)) og aðrir ekki að nýta sandkassann (nema kannski kettir) hafði svæðið mest safnað drasli. Hreint út sagt var óprýði af þessu svæði hjá okkur. Skömm að segja frá því en samt satt.

Þarna var einu sinni sandkassi

Þarna var einu sinni sandkassi

Fyrst tókum við í burtu eina sex metra af birkikvist. Það er alltaf synd að henda svona plöntum þannig að við athuguðum hvort einhver hefði áhuga á að eignast plönturnar í hinum frábæra Facebookhópi, ,,Ræktaðu garðinn þinn – ókeypis garðyrkjuráðgjöf„. Svo var ekki, en sem betur fer fannst einn áhugasamur og runnarnir hafa nú komið sér vel fyrir í Grímsnesinu.

Þessir birkikvistir eru núna dekraðir í Grímsnesinu

Þessir birkikvistir eru núna dekraðir í Grímsnesinu

Því næst var að taka upp hellur, skafa mesta mosann af, færa til undirlagið frá einu horninu yfir í annað, jafna, mæla, spá og spöklera.

Helluupptekt

Helluupptekt

Timbrið var komið heim og fór m.a. í nýju moltukassana. Hinn handlagni heimilisfaðir ákvað að setja matjurtarreitinn saman í skúrnum, fleka fyrir fleka. Svo bárum við þá út og settum saman í L eins og ákveðið hafði verið út frá pælinum á sól og vindi. Sentimetramál voru ekki svo nojin en við gengum út frá að hafa kassann um meter á breitt, með gott aðgengi að öllum hliðum. Ákveðið var að hafa lengri hliðina bara eins langa og timbrið leyfði eða 4,20 mtr. og svo réðst restin að einhverju leiti við hellulögn ásamt óskum frúarinnar að stærð.  Þetta lukkaðist með eindæmum vel því nú er hægt að keyra hjólbörurna allan hringinn í kringum beðið.

Flekarnir að komast á áfangastað

Flekarnir að komast á áfangastað

matbed_06a

Styttri hliðin – getur maður sagt það?

Þar sem lengri hliðin er eins og áður sagði 4,2 mtr. að lengd hafði bóndinn áhyggjur af því að með allri þeirri mold sem færi í kassann myndi hliðin gefa sig undan þunga. Því setti hann styrktarspýtur ofan í kassann. Held að það hafi verið afskaplega gáfuleg aðgerð.

Styrktarsperrur

Styrktarsperrur

Í kassan fór svo sú molta sem við áttum til. Því til viðbótar sóttum við einar fimm kerrur af gróðurmold hjá moldarfyrirtæki í bænum. Hér er rétt að taka fram að kerran okkar er með þeim krúttlegustu sem finnast í heiminum og hefur að öllum líkindum tekið rétt rúmlega hálfan rúmmeter. Við fórum einar fimm ferðir til að sækja moltu í kassana. Svo var nú fátt annað eftir en að setja plöntur í reitinn. Þar sem tími hafði ekki gefist til þess í vetur að forsá var einfaldlega brugðið á það ráð að kaupa nokkrar plöntur og setja niður. Hver planta kostaði um 125 kr.

Brakandi ferskt

Brakandi ferskt

Auðvitað fór frúin í tilraunastarfsemi og setti líka niður í nokkrar raðir þau fræ sem til voru á heimilinu síðan einhvern tímann og einhvern tímann. Sem dæmi má nefna gulrætur, spínat (þykist viss um að það komi upp, það er svo duglegt) vorlauk og svo salatblöndu. Svo núna kúra bæði keyptar plöntur og sáð fræ undir akríldúk í matjurtarreitinum út í garði og eru búin að gera síðan 27. maí sl…..og ég get ekki beðið eftir að fara að ná mér í fyrstu blöðin í salat.

Dásamlegt

Dásamlegt

Fyrir mér eru það sérstök forréttindi að hafa tök á því að rækta salatið mitt sjálf og ná í það út í garð þegar mér hentar. Ég er þess fullviss að þeir eru fjölmargir sem eru mér sammála í þessu, því þeir eru alltaf fleiri og fleiri sem rækta sitt eigið og ég tel þetta hafa aukist alveg gífurlega eftir hrun.

Á Facebook er síða, Grow food not lawns sem hvetur fólk til þess að rækta grænmeti frekar en grasbletti….kannski er það eitthvað sem vert er að hugsa um! Þó er kannski ráðlegra að byrja smátt, svo garðurinn verði ekki eitt moldarflag ef áhuginn er ekki fyrir hendi, því að auðvitað þarf að sinna þessu eins og öðru.

Hvaða grænmeti ræktar þú?

4 athugasemdir við “Matjurtakassar

  1. Algjör snilld.
    Þar sem èg er með pall brá èg á það ráð að nýt ónýtu dekkin mín, spreyjaði þau gyllt (prufaði aðra liti og það var ekki að gera sig) skellti svo rótinni sem eftir verður af lambhagasalatinu ofan í og þettA sprettur eins og enginn sè morgundagurinn. Nágranni minn er svo að rækta kartöflur og gulrætur á svölunum hjá sèr og notar mjólkurfernur í það. #Enginafsökun #allirgetaræktað

    Líkar við

Það væri gaman að heyra frá þér

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s