Brauðmolar

Það er þetta með afgangsbrauðið. Þegar búið er að koma sér upp góðum lager af brauðraspi, hvað gerir maður þá við alla brauðafgangana sem halda áfram að fara í frystinn? Fyrst minnkar maður brauðkaupin, það gefur auga leið. En, nú síðast urðu allir brauðafgangar að litlum brauð molum eða croutons eða hvað þetta heitir nú. Croutons má líka kaupa dýrum dómum út í búð, en það er algjör óþarfi ef brauðafgangar verða til á heimilinu. Þetta einfalda verkefni fór svona fram:

Brauðsneiðar og endar teknir úr frysti og ekkert endilega látið þiðna, það gerist bara í rólegheitunum á meðan unnið er.

Brauðmolar að verða til

Brauðmolar að verða til

Smurt með smjöri eða smá olíu og kryddað með uppáhalds kryddinu, klárað úr næstum tómum krydddósum og saltað smá. Persónulega finnst mér ágætt að setja smá lit á brauðið og notaði því smá paprikkuduft með hvítlaukskryddinu.

Raðaði svo brauðinu upp í hæfilegan hrauk svo að gott væri að skera.

brauðið klárt í niðurskurð

brauðið klárt í niðurskurð

Skar svo í mjóar, kannski ca 1 cm. breiðar lengjur, fyrst þvers….og svo krus og var þá komin með teninga sem fóru í ofnskúffu.

Stútfull ofnskúffa af brauðmolum

Stútfull ofnskúffa af brauðmolum

Lét þetta svo vera í ofninum, bara svona í kringum 100 gráður eins lengi og þurfti og það þurfti góðan tíma. Fór reglulega með spaða og snéri þessu við og rótaði í þessu. Þetta var nefnilega svo mikið að þetta hefði annars þornað misjafnt. Þegar þeir voru orðnir þurrir og tilbúnir að mínu mati höfðu þeir minnkað all verulega…

Sama magnið og í upphafi

Þurrir, kryddaðir og tilbúnir til notkunnar

Svo er hægt að setja þá í fallega krukku og bera á borð þegar salat er á boðstólnum, pasta eða jafnvel góð mexíkósúpa því með góðu kryddi koma þeir alveg í staðin fyrir flögur. Svo eru þeir meira að segja nokkuð góðir líka bara einir og sér sem snakk…en það er sennilega ekki sniðugt, allavega ekki í miklu mæli.

Flottir!

Flottir

…og nú er heimilið vel birgt af bæði brauðraspi og brauðmolum.  Hvernig ætli það væri að setja svoleiðis í sætar krukkur, skreyta eitthvað krúttlega og gefa í jólagjöf!

En annars segi ég nú bara….brauðmolar ….Hans og Gréta hvað…..

Hefur þú gert brauðmola?…..hvernig gerir þú?

Það væri gaman að heyra frá þér

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s