Munum eftir smáfuglunum

Litlu fiðruðu vinum okkar er kalt þessa dagana og það er ekki auðvelt fyrir þá að nálgast fæðu þegar þykkt snjóalag hylur grund. Sem betur fer er til hellingur af fuglavinum og þeir eru duglegir að gefa fuglunum og fuglarnir launa það rausnarlega með fallegum söng úr næsta tré.

Þessum er kallt, það má merkja á því að hann ýfir allar fjaðrirnar og verður eins og kúla.

Þessum er kalt, það má merkja á því að hann ýfir allar fjaðrirnar og verður eins og kúla.

Nú um jólin, eins og undanfarin ár, héldum við til haga allri fitu og öðrum afskurði af kjöti sem til féll á heimilinu og söfnuðum saman. Ég gerðist meira að segja svo djörf, að skafa þá fitu sem eftir varð í ofnskúffunni eftir hrygginn og blandaði saman við allt hitt. Stærstu kjöt- og fitubitana saxaði ég svo niður og maukaði þessu öllu saman við keypt fuglafóður, held að það sé mulin maís og þá var komin þessi líka fína og afar girnilega þykka soppa ….að sumra mati.

Svoooo girnilegt

Svoooo girnilegt

Því næst var að fara út og moka lendingarpall, eins og bóndinn orðaði það. Við þann mokstur kom fóðurskálin í ljós sem sett hafði verið út daginn áður ásamt hálfskornum eplunum sem einnig þykja lostæti. Því næst var bara að dreifa gúmmelaðinu á lendingarpallinn og segja gjörið svo vel.

Lendingarpallurinn

Lendingarpallurinn …eða ætti maður að segja ,,lendingarholan“?

Þeim fjölgaði hratt litlu fiðruðu vinunum og afskaplega er skemmtilegt að fylgjast með þeim

Þeim fjölgaði hratt litlu fiðruðu vinunum; þrestir og starrar og svartþrestirnir stutt frá. Allir vinir, ekki flókið.

SONY DSC

Saddur og sæll

...og þetta krútt líka

…og þetta krútt líka

Það leið ekki á löngu þangað til flugumferð jókst gífurlega í garðinum. Fljótlega upphófst fuglasöngur þeirra sem saddir voru og þakklátir fyrir kræsingarnar og höfðu tillt sér á næstu grein til að fylgjast með hinum.

Afgangur af kjötsúpu hefur einnig farið í soppuna og þá eru fitubirgðir heimilisins nú að verða uppurnar. Annars á ég eftir að skoða betur í frystinn, það gæti nefnilega verið að þar leynist rúllupylsubútur síðan í fyrndinni sem fuglunum gæti þótt gómsætur.  Annars hef ég ákveðið að halda betur til haga þeim fituafskurði sem til fellur á heimilinu og hreinlega frysta handa fuglunum.

Annars lofum við myndunum bara að tala sínu máli….svo er kannski ekki úr vegi að taka fram að á heimilinu er kötturinn Snúlla sem lætur sér bara fátt um finnast og dormar inni, fegin því að þurfa ekki að norpa úti í kuldanum.

Hvað ætli sé nú girnilegt hér?

Hvað ætli sé nú girnilegt hér?

SONY DSC

…hangikjöt, fita, lambahryggur, maís….ekki amalegt…

Fuglafodrun03a

Ef þú hefur tök á, endilega gaukaðu smá bita að fuglunum.

Það væri gaman að heyra frá þér

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s