Fjölnota í febrúar 2016

Já, febrúar er rétt handan við hornið, aftur.  Það er sem sagt að verða komið ár síðan við tókum höndum saman og ákváðum að draga úr plastpokanotkun. Síðan þá hefur okkur hér á þessu heimili gengið afskaplega vel í að minnka plastpokanotkun. Höfum aðeins í ööööörfá skipti keypt plastburðarpoka í verslunum. Skrítið samt, að við höfum aldrei orðið uppiskroppa með poka í ruslið – við notum bara alla poka í það, meðal annars undan morgunkorni og pasta og það er bara ekkert mál.

En, nú er komið að því að endurtaka leikinn, ekki veitir nú af, og því er búið að stofna aftur til viðburðar á Facebook. Sá heitir því frumlega nafni ,,Fjölnota í febrúar 2016„. Reyndar vil ég meina að þeim hafi fjölgað sem taki með sér fjölnota poka í verslunum og er það vel, en betur má ef duga skal því síðust fregnir herma að innan fárra ára verði meira plast í sjónum en fiskar!

Til upprifjunar má finna hér lokafærsluna eftir viðburðinn í fyrra með alskonar tölulegum upplýsingum og myndum.

Gaman væri nú ef við gætum aftur tekið höndum saman og hvatt aðra í kringum okkur til að gera slíkt hið sama, okkur öllum í hag.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Fjölnota í febrúar 2016

  1. Bakvísun: Þannig týnist tíminn… | Græni froskurinn

Það væri gaman að heyra frá þér

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s