Lengi tekur sjórinn við

Í gamla daga, þegar þessi froskur var ungur og aðeins minni froskur bjó hann úti á landi. Hann hoppaði gjarnan í heimsókn til ömmu sinnar sem oft var með málshætti og önnur skemmtileg orðatiltæki á takteinum.  Hún sagði líka gjarnan ,,lengi tekur sjórinn við“ og það er einmitt þessi setning hennar ömmu sem er pínulítið kveikjan að þessum pælingum.

Þarna úti á landi, sem var reyndar úti í ballarhafi, voru ruslatunnurnar úr málmi svona eins og olíutunnurnar eru í dag. Sennilega voru það olíutunnur sem fengið höfðu nýtt hlutverk, allskonar endurvinnsla og nýtni var nefnilega töluvert iðkuð. Ruslabíllinn kom þá reglulega heim, eins og nú, og sótti það sem til féll á heimilinu – líkt og nú, nema nú er sennileg minna í mörgum tunnum, þær eru gjarnan fleiri við hvert heimili og fyrirfram ákveðin efni í tunnunum því við erum orðin svo dugleg að flokka. Neyslan og sóuninn er þó sennilega ívíð meiri heldur en í þá gömlu góðu og því má setja spurningamerki við magnið í tunnunum. Í gamla daga, þegar froskurinn var ungur, keyrði síðan ruslabíllinn sem leið lá út á Hamar eins og það var kallað og sturtaði ruslinu beint í sjóinn. Já, öllu ruslinu! Þá var nú veisla hjá mávunum og í næsta stórsjó, skolaði mest öllu í burtu og hægt var að halda áfram að sturta í sjóinn.

Út á Hamri. myndi af Facebooksíðu Heimakletts.

Í dag, víðast hvar á landinu, fer bíllinn á sorpstöðvar með ruslið þar sem það er flokkað í endurvinnanlegt eða til urðunnar. Það er töluvert mikil breyting til batnaðar á, hvað skal segja, tja, nokkrum áratugum!

Svona er ruslamálum háttað hér á Íslandi í dag, svona að mestu. En, það er svo lítið mál fyrir okkur, þessar rúmlega 330 þúsund hræður sem hér búa, að eiga í orðsins fyllstu merkingu þess orðs, hreinasta land í heimi, vera í fararbroddi í þessum efnum.  Því miður er hér samt mjög oft óþarfa drasl og rusl á víðavangi.  Hér getum við virkilega orðið frumkvöðlar…ef við bara viljum…

En sumstaðar í heiminum eru menn ekki í eins góðum málum og við, því miður. Á þessu myndband frá Martin Hutchinson, öflugum baráttumanni í suður Ameríku, má sjá hvernig staðið er að losun sorps á einum stað í Amazon. Oft er talað um að Amazon skógurinn sé lungu heimsins. Í myndbandinu er talað um að þar séu tæmdir fjórir bílar á dag. Ekki fögur sjón og alls ekki til eftirbreytni enda er unnið að þvi að banna þessa losun. Í þessu samantektar myndbandi frá Vocativ er svo talað um að samtals í heiminum öllum losi einn bíll sorp í sjóinn á hverri mínútu.

Þú sem ert að lesa þessa færslu veist að sjórinn er löngu hættur að taka við og þá skiptir ekki máli hvar í heiminum ruslið fer í sjóinn. Sjórinn er á plánetunni okkar og hefur því áhrif á okkur öll. Minnkum bara það sem við hendum frá okkur og hugsum okkur um áður en við kaupum og hendum….eða hendum og kaupum.  Og því segjum við enn og aftur,,,,það sem þú gerir skiptir máli….

4 athugasemdir við “Lengi tekur sjórinn við

 1. Er svo sammála. Þoli ekki hvernig allt er hèrna, sèrstaklega plastið. Það er öllu pakkað inn í plast sem er svo plastað og svo sett í enn einn plastumbúninginn eða plastpokann. Margir eru komnir með margnota en vá hvað við getum gert mun betur. Bíð eftir lífrænu sorpi hèr í Reykjavík. Takk fyrir póstana þína.

  Líkar við

  • Já, stundum skilur maður bara ekki hvernig fólk fór að áður en plastið varð til, og það er ekki einu sinni svo gamalt.
   Sem betur fer eru sífellt fleiri og fleiri að ranka við sér og nota margnota í stað einnota.
   Kærar þakkir fyrir að líta við og lesa, kann svooooo vel að meta það. Tala nú ekki um að fá svona skilaboð :D

   Líkað af 1 einstaklingur

   • Svo elska èg líka bee wrappið og bambusrörin sem èg keypti hjá þèr. 1 rör orðið ónýtt enda notaði èg það daglega endalaust og fannst það hafa staðið fyrir sínu þegar því var hent. Annað komið í notkun og 10 eftir í pakkanum. Á örugglega eftir að duga mér í 3 ár

    Líkar við

   • En skemmtilegt að heyra :D – já, vonandi duga þau þér vel. Bara passa að þvo vel, eins og mér heyrist þú gera, þetta er svo náttúrulegt. Gangi þér vel á grænu brautinni :)

    Líkar við

Það væri gaman að heyra frá þér

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s