Bláberjageymsla

Berjatínslutíminn er alveg að ganga í garð og við sem hér búum erum svo heppin að við getum farið í berjamó á hverju ári og sankað að okkur öllum þeim berjategundum sem okkar dásamlega land býður uppá. Krækiber, bláber, hrútaber og jafnvel jarðaber á stöku stað. Þeir sem búa svo vel að hafa garð geta þar að auki ræktað helling af allskonar gæðaberjum. Í haust sem leið gerðist ég mikil berjatínuslukona og var með rassinn út í loftið hvar og hvenær sem tækifæri gafst. Fyrir vikið hækkaði sífellt í berjaskálinni í ísskápnum og þrátt fyrir fjölda kvöldmáltíða þar sem skyr og ber voru í forrétt, aðal- og eftirrétt, bláberjasultugerð. saftgerð og bláa bústa þá var Froskurinn farinn að hallast á þá skoðun að berin myndu skemmast og það er náttúrulega bara matarsóun……já og synd, því maður fær sennilega hvergi lífrænni og betri ber en þau sem maður týnir sjálfur. Því var brugðið á það ráð að finna hæfilega stóran bakka sem kæmist í frystinn, því nú skyldi lausfrysta það sem enn var til af berjum. Bökunnarpappír var fundinn til og klipptur í hæfilega stærð og lagður á bakkann og þunnu lagi af berjum deift þar ofan á. Svona fóru berinn í frysti og voru þar í 20-30 mínútur. Þá voru þau orðin nógu frosin til að flytja á milli.  Í staðin fyrir poka eða dósir þá ákvað ég að brúka mjólkurfernur undir berin. Það hentaði afskaplega vel og í frystinn fóru nokkrar 1,5 lítra fernur af frosnum bláberjum sem hægt að nálgast og hella úr langt fram á vor. 

Ekki amalegt að búa svo vel að eiga fullt af frosnum berjum og aðalpunkturinn kannski í þessum pósti er ílátið sem notað var til að geyma berin í. Það þarf ekki alltaf að vera dós með loki. Mjólkurferna, sem sennilega er til á langflestum heimilum, þvottaklemma til að loka eða kannski hefti er kannski bara alveg jafn góð, ef ekki betri. Svo tekur maður bara klemmuna af eða eitt hefti úr og hellir dásamlegum frosnum berjum úr. 

Nammmmmmm, nú er komið að því að finna berjatínurnar til einu sinni enn.

2 athugasemdir við “Bláberjageymsla

  1. Sniðugt hjá þér,ég er ekki svona dugleg að týna en þegar ég frysti í mjólkurfernum loka ég þeim með teygju. Ég keypti teyjupakka fyrir 3 árum og er ennþá að nota hann.

    Líkar við

    • Já, það má alveg nota mjólkurfernur í ýmislegt. Teygjur eru einmitt líka stórsniðugar í svona fernugjörninga, takk fyrir að minnast á þær. Teygjur hef ég líka gert úr hjólaslöngum og svínvirka alveg :) – takk fyrir að kíkja við.

      Líkar við

Það væri gaman að heyra frá þér

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s