Endurnýttur mandarínukassi

Um þetta leiti árs hrúgast gjarnan mandarínukassar inn á fjölmörg heimili. Þetta heimili er enginn undantekning og kassarnir koma víða að notum.  Í fyrra brá Froskurinn á það ráð að raða í kassana allskonar gómsætu góðgæti og færa sem jólaglaðning. Auðvitað er hægt að gera það bara rétt sí svona, gúffa mandarínunum í sig og nota kassann eins og hann kemur af kúnni, en það er aðeins of einfalt fyrir þennan Frosk. Auðvitað þurfti hann að vesenast pínu og breyta kassanum, en það er líka svo skemmtilegt og gjöfin verður enn persónulegri fyrir vikið. Allavega, fyrst var að klára mandarínurnar sem var minnsta málið. Svo að taka alla miða af OG límklessur sem var aðeins meira vesen en fyrsta verkefnið.

Þokkalega öflugur kíttispaði var nýttur í verkefnið og reynt eftir fremsta megni að nota ekki hornið af sköfunni því það markaði vel í mjúkan viðinn, Því næst að mála þær hliðar sem voru með áprentun og hugsa um leið hvað gera skyldi meira. Stenslar! Stenslar eru málið í svona löguðu, eða límmiðar, eða servíettumyndir, eða skrapppappír (vá, veit nú sennilega ekki um annað orð með jafnmörgum p-um!) En allavega niðurstaðan var að stensla hliðar og framan á. 

Texti varð fyrir valinu ,,framan“ á kassan og sætir fuglar og blóm á hliðarnar eins og sjá má á næstu myndum.  Því næsti þurfti með einhverju móti að fela ljótu stóru heftinn sem samt í raun halda kassanum saman. Því er ekki sniðugt að taka þau úr.  Annars vegar var einn kassinn fylltur með pappír úr pappírstætara ….

….og hins vegar notaði ég tilsniðinn skrapppappír til að fela botning og gera kassann pínu huggulegri…allavega að mínu mati.

 

Og fyrst að umbúðirnar voru tilbúnar þá var um að gera að setja gúmmelaði í þá, gúmmelaði sem bæði var heimatilbúið og aðkeypt í bland. Í kassana sem gerðir voru hér fóru ekki nákvæmlega eins hlutir og matur, en þó hélt endurvinnsla á umbúðum aðeins áfram. Heimatilbúin harðfiskur (sem lesa má um hér) fór í fetaostkrukku með krullu dúlleríi síðan einhverntímann ofan á lokið.

Heimatilbúið súkkulaði nammi með bismarkbrjóstsykri fór í kæfu dós og dós undan túnfisk. Svakalega passlegar stærðir báðar þessar dósir. 

Bara sætt með selló, sem nóg er til af á heimilinu og um að gera að nota, ekki satt? Kaffipakki, kaffikönnur, ostar, sultur, reyktur og grafinn fiskur og annað smálegt læddist svo þarna ofaní og útkoman varð þessi. 

Pínu sætar gjafir, ekki satt?

Fyrir þessi jól geri ég sennilega einn svona kassa. Ekkert málaðan, bara eins náttúrulegan og hægt er og bara með umhverfisvænum vörum frá Mistur; Uppþvottabursti úr tré, margnota nestipokar, Bee’s wrap matvælaarkir, burðarpoki, bambus tannburstar, bambusbollar, sogrör og sitthvað fleira. 

Hvernig finnst þér? Myndir þú vilja eignast svona kassa?

3 athugasemdir við “Endurnýttur mandarínukassi

Það væri gaman að heyra frá þér

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s