Gamalt jólaskraut

Já, hvað gerir maður við gamalt jólaskraut?

Nú líður óðum að þeim tíma þegar jólaskrautið fer aftur niður. Okkar fer aftur í kassana sína sem sumir hverjir eru orðnir lúnir og eflaust pakka nú flestir sínu skrauti niður. Það eru þó ekki allir sem gera það.

Sumir skipta út skrautinu á jólatrénu á hverju ári og eru með nýtt þema árlega. Útskýringin er sú að ,,jólaskraut er svo ódýrt og því er bara gaman að gera þetta“. Já það má vel finna mjög ódýrt jólaskraut og já, eflaust finnst þeim sem gera svona þetta gaman. Kannski geymir fólkið skrautið milli ára, kannski ekki.  Í mínum huga flokkast þetta sem sóun, þ.e. að kaupa eitthvað bara af því að það er svo ódýrt. En ekki samt misskilja mig. Ég elska að kaupa jólaskraut það er svo ótrúlega mikið fallegt til og kaupi alltaf eitthvað eitt fyrir hver jól. Þessum skrautmunum á ég svo stundum til með að tengjast tilfinningalegum böndum og því gæti ég ekki hent jólaskrauti ár eftir ár eftir ár. Fyrir vikið liggur við að ég gráti þær kúlur sem detta af trénu og brotna.  Þetta árið var frekar dýrt í jólakúlum því það liggja þrjár fallegar kúlur í valnum. Búhú og þar af tvær frá fyrstu jólum okkar hjóna, frá því seint á síðustu öld. Það voru m.a. svona kúlur sem prýtt hafa trén okkar í  hósttuttuguhóstogsjöhóstárhóst.

En jólaskraut er af ýmsu tagi og á meðan við vorum að finna ,,okkar“ stíl í jólaskreytingum þá kom töluvert mikið af allskonar skrauti inn á heimilið og er mest af því enn til, auðvitað.  Ýmist af því að húsfrúin á í tilfinningasambandi við þetta dót eins og áður sagði, eða af því að sagnirnar henda og fleygja hugnast heimilisfólki illa (en úff, þetta hljómar eins og við séum algjörir safnarar). Því liggur beinast við að finna einhver önnur not fyrir skrautið eða skreyta öðruvísi en upphaflega var gert eða átti að gera.

Þannig æxlaðist það því til að þetta ágæta blómakar sem ekki er notað á veturnar sem slíkt, gegnir því hlutverki um jól að hýsa gamanlt jólaksraut fyrir utan útidyrnar. Já, hér er gjarnan skreytt úti og inni.  Í blómakerinu má finna smá stubb af gömlu, mjög gömlu, gerfigreni, jólakúlur sem ekki er lengur hægt að hengja upp eða eru ljótar á einni ,,hlið“ og aflóga snjókorn sem eitt sinn hengu úti í trjánum (þar flæktust þau reyndar svo óheyrilega mikið í öðrum greinum að það var komið langt fram í febrúar þegar síðustu kornin náðust af, það verður því ekki lagt á fjölskylduna að gera slíkt aftur). Já, og þreyttir könglar sem eru sennilega á leið í moltukassann eftir jólin.  Þetta hugnast þessum froski afar vel.

Gamalt og þreytt skraut sem sómir sér bara ágætlega í því árferði sem er núna. Sem sagt, engum snjó.

….og í árferðinu sem var í fyrra… það var einhver svaka jólstemming yfir þessu í fyrra með snjónum. Sakna hans pínu….en bara pínu.

Gamlar og þreyttar jólakúlur er líka alveg tilvalið að nota í einhverjar krukkur og krúsir og skálar og mandarínukassa eða hvað sem manni dettur í hug. Um að gera að prófa og ef maður fílar það ekki, þá færir maður bara til, ekki satt?  Þessi jólin fannst mér þessar kúlur og könglar koma vel út í þessari stóru krukku, ekkert víst að mér lítist á það næst.   

Þennan hurðakrans fékk ég ein jólin í fyrndinni og þykir alltaf einstaklega vænt um. Hann var gerður úr gömlum jólagardínum. Í dag sauma margir jólagjafapoka úr gömlum jólagardínum og það er líka sneddý hugmynd.

Þegar þú tekur skrautið niður eftir þessi jól og langar jafnvel að henda einhverju, hugsaðu þig aðeins um. Geturðu gert eitthvað öðruvísi næst og breytt skrautinu með einhverjum hætti, gefið einhverjum sem á ekki mikið eða er að byrja sinn búskap, notað sem pakkaskraut eða gefið í Góða Hirðinn?  Ef skrautið er hins vegar alveg ónýtt er auðvitað fátt annað í stöðunni en að henda…bara muna að flokka.

Það væri gaman að heyra frá þér

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s