Grænmetispokafólk, hvar eruð þið?

Það eru nú komin nokkur ár síðan ég saumaði mér grænmetispokana góðu úr gömlu gardínunum hennar ömmu og þeir hafa verið í stöðugri notkun síðan.  Vissulega mest notaðir undir grænmeti og ávexti, en hafa einnig farið í nokkrar ferðir til útlanda sem skópokar og þess á milli í þvottavélina svona endrum og sinnum. Þeir eru eiginlega bara staðalbúnaður í innkaupapokum heimilisins, en ef þeir gleymast eins og vissulega kemur fyrir, þá er bara tínt í körfuna eða við sleppum að kaupa í lausu. Það er orðið svo langt síðan við tókum hnútapoka í grænmetiskælinum að ég man ekki eftir síðasta skipti.(en kannski er það bara ég og mitt minni:)

Í hinum frábæra Facebookhóp Áhugahóp um endurvinnslu er oft umræða um svona poka og greinilega þó nokkrir að sauma úr gardínum sem er einfaldlega frábær uppvinnsla. Á hinn bóginn og í öllum þeim verslunarferðum sem ég hef farið síðan ég byrjaði að nota mína hef ég aðeins einu sinni séð aðra manneskju með svona grænmetispoka með sér. Ég var svo ánægð með hana að ég stoppaði og spjallaði við hana og lýsti ánægju minni með hennar framtak (já, ég veit, ég er þessi skrítna í búðinni!)  Í síðustu ferð sem ég fór þá tók ég eftir því að ungi maðurinn á kassanum virti pokana mína fyrir sér (eins og alltaf er gert reyndar, ábyggilega bæði mikil listasmíð og vitanlega undurfagrir) svo að ég spurði hann hvort margir væru að nota svona margnota grænmetis poka?  Nei, það eru nú ekki margir, sagði hann, en það kemur alveg fyrir.

Og því spyr ég; Hvar eruð þið öll sem eigið svona poka? Gleymast pokarnir heima? Er ég kannski bara í öðrum búðum en þið? Eða er eitthvað annað sem aftrar því að fólk noti þessa poka? – Feimni eða spéhræðsla kannski sem er samt algjör óþarfi því þú ert að setja svo gott fordæmi. ….Og líka af því að mannstu, það sem þú gerir skiptir máli!

Koma svo!

Það væri gaman að heyra frá þér

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s