Heimatilbúinn kaffiskrúbbur

Auðvitað þarf maður að prófa þetta flaug í gegnum hugann fyrir löngu síðan, eða þegar maður heyrði fyrst af kaffiskrúbbnum. Síðan hafa margir kaffibollar runnið í gegn!  En ekki alls fyrir löngu mundi ég svo eftir því að prófa þetta og varð fyrir vikið afar stolt af því að muna loksins. Um daginn fór því kaffikorgur af laugardagskaffibollunum (sem er að mínu mati besti kaffibolli vikunnar) í skál.

Kvöldið átti svo að verða dúllerí og dekur með þessu furðulega fegurðaráði. Til viðbótar við kaffikorgin setti ég eina teskeið af kókosolíu og maukaði saman, skellti mér síðan í sturtu með kaffi í skál. Hljómar vissulega furðulega, því er ekki að neita. Í sturtunni maukaði ég svo gromsinu á mig alla og nuddaði og varð svona fallega brúnyrjótt á litinn, var reyndar að spá í að taka mynd en sú mynd hefið eflaust orðið nokkurskonar hryllingsmynd þannig að það varð ekki úr.  Allavega, niðurstaðan er sú að þetta hef ég nú gert í þó nokkur skipti og mun pottþétt halda áfram. Húðin mín er mun mýkri og þurrkablettirnir sem ég fæ gjarnan i andlitið í umhleypingum eru horfnir.

Allskonar ávinningur í þessu, það verður að segjast.

Innihald: Kaffikorgur og kókosolía og ég skora á þig að prófa.

Það væri gaman að heyra frá þér

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s