Taubindi

Frá því að þessi froskur byrjaði á blæðingum fyrir u.þ.b. 35 árum síðan þá hafa ófá dömubindin og innleggin farið í ruslið. Ég gæti trúað að bara mín notkun hlaupi á einhverjum rúmmetrum og liggi enn í einhverri landfyllingunni einhverstaðar. Úff, það er nú bara töluvert eftir eina mannveru. Og ekki nóg með það að maður hafi verið að eitra fyrir jörðinni, maður var líka að eitra fyrir sjálfum sér með því að nota einnota með öllum þeim eitur- og ilmefnum sem í bindunum eru, límröndum og umbúðum sem þeim fylgja. En sem betur fer er töluvert úrval af margnota tíðarvörum; Álfabikarar, allskonar margnota bindi sem má þvo og nærbuxur sem taka við vökva, og fjöldi þeirra sem nota slíkt eykst í sífellu sem betur fer.

Í þó nokkurn tíma hef ég nú verið að nota margota innlegg úr lífræktaðri bómull í staðin fyrir einnota og ég ætla ekki að segja ykkur hversu mikli betri samviskan og líðanin er. Eftir notkun brýt ég þau bara öfugt saman og smelli og svo þvæ ég þau bara, set jafnvel í þurrkara og nota aftur og aftur.  Ég ákvað að kaupa mér vikuskammt af innleggjum og fyrir valinu urðu Lunapads bindin sem fást hjá Mistur.

Innlegg - mini - 7 stk. í pakkaÞessi innlegg duga mér líka þá sjaldan einhverjar blæðingar eru, en þær eru nú loks á undanhaldi, já, það fylgja því ýmsir kostir að eldast skal ég segja ykkur.  Allavega, ég sé fram á að þessi sjö sem ég keypti mér eigi eftir að duga mér í nokkur ár og ég er alveg að elska það.

Þeir sem enn eiga eftir að taka skrefið þá er hér góð færsla um málið eftir Veganistuna Helgu Maríu með góðum punktum og fullt af upplýsingum sem ég mæli með að kíkja á.

Endilega kynntu þér málið.

Það væri gaman að heyra frá þér

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s