Kertaafgangar nýttir í útikertið

Á þessu heimili er til ofgnótt af kertaafgöngum sem til stendur að endurvinna….,,í dauða tímanum“ Nú um jólin höfum við þó verið afar dugleg að nýta þá kertaafganga sem til hafa fallið með því einfaldlega að setja þá út í útikertið sem kveikt er á kl. 18 á aðfangadagskvöld. Ef við hefðum ekki gert það hefði kertið sjálft að öllum líkindum aðeins dugað á aðfangadagskvöld og kannski jóladag. En nú þegar þetta er skrifað, þann 1. janúar 2019 þá er búið að vera kveikt á því fjölmörg kvöld um jólin. Þráðurinn var nefnilega svo heillegur að það eina sem vantaði í boxið var vax og það er lítið mál að redda því á þessum tímum ljóss og friðar.

Afgangarnir sem farið hafa í útikertið eru að ýmsum toga. Botnfylli út sprittkertum og þá fer áldósin bara í flokkun.

Svo helti ég að einu kertu alltof miklu umfram vaxi sem var um það bil að slökkva logann. Braut niður veggina af öðru hvítu sem var brunnið niður. 

Útikertið sem upphaflega var rautt er nú að mestu orðið hvítt en þráðurinn er enn í góðu standi og enn bætist í dósina og því verður þetta kerti notað töluvert áfram…allavega fram yfir þrettándann. Þetta er enn ein leiðin til að nýta upp til agna þau kerti sem notuð eru á heimilinu.

Með þessum orðum vil ég nota tækifærið og þakka innilega fyrir innlitin á árinu þó svo að færslurnar hafi verið mun færri en til stóð í upphafi árs.

Gleðilegt nýtt ár og vonandi færir árið 2019 ykkur eitthvað dásamlegt.

Og munið að það sem þið gerið skiptir máli….sama hversu smávægilegt það er…eins og afgangur í sprittkertadós.

Það væri gaman að heyra frá þér

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s