Peysa og blússa verða að kjól rétt fyrir jól…

Æji, stóðst ekki mátið með að rýma smá…þó að það passi engan veginn

Þannig var mál með vexti að fyrirhuguð fataskápa tiltekt sem lengi hafði staðið til varð loks að veruleika og í stofusófanum hrönnuðust upp tveir afar góðir fatastaflar. Í þessum stafla voru peysur og bolir, buxur og blússur, götóttir sokkar og ýmislegt fleira sem ekki hafði verið notað í óralangan tíma. Sumt passaði ekki lengur útaf þessum skæðu kaloríum sem fela sig í fataskápum og þrengja föt, sumt var úr sér gengið eða einhverjar aðrar ástæður lágu að baki því að fötin fóru í bunkann. Tíska var ekki ein af þeim því það veit sá sem allt veit að ekki er elst við tískustrauma á þessu heimili. Bunkarnir góðu stefndu vissulega í gám Rauða krossins.

Þar sem fatabunkarnir kúrðu þarna í sófanum rak ég augun í bleika munstraða blússu sem var komin vel til ára sinna undir bleikri peysu sem einnig var komin vel til ára sinna. Litirnir í peysunni og blússunni voru þeir sömu og því var þessum flíkum kippt út úr bunkanum….ásamt reyndar grænni peysu og pilsi sem einnig tónuðu vel saman. Sú peysa var mjög mikið notuð en pilsið ekkert notað! (hvað er að manni stundum…já, ok þá – hvað er að manni oft)

Blússa á leiðinni til Rauða krossins

…og peysa á leiðinni þangað líka

Bleiku flíkurnar flugu á gólfið, þær voru brotnar saman og sundur hægri vinstri og upphugsað hvort ekki væri hægt að gera eina flík úr þessum tveim. Jú, það var sko vel hægt…og m.a.s sjá ég alveg fyrir mér að ganga í henni líka. Efri hluti peysunnar myndi vel ganga sem efri hluti í kjól (mussu eða skokk) og neðri hluti blússunnar sem pilsið.

Því varð úr að þetta var klippt í sundur, títað saman, mátað og saumað saman. 

Bleikan tvinna í svipuðum litatón var vitanlega að finna í einni af tvinnakrukkum heimilisins. Tvinninn kom frá ömmu og er því sennilega mun eldri en ég. Vona bara að hann haldi og ég standi ekki bara á naríunum einhverstaðar ef hann er orðinn of gamall og trosnar í sundur (fliss).

Ein af gersemum heimilisins – tvinnakrukka

Neðsti hluti stroffsins á peysunni varð að vasa.

Mátað aftur og aðeins lagfært. Hluta af stroffinu á neðri hluta peysunnar myndi svo henta vel í vasa á pilsinu, svona aðeins til að brjóta upp munstraða hlutann. Saumaði samt saman samskeytin, þar sem tölurnar eru, til að loka vasanum, lekir vasar eru ekki nógu hentugir að mínu mati.

Tilbúinn kjóllinn á gólfinu

Allavega, úr peysunni og blússunni varð til kjóll sem nú hangi aftur inni í fataskáp á milli þess sem hann er notaður. Er sem sagt nokkuð sátt með þessa nýtingu og nýja flík og það gleður mig svo sannarlega að nýta þessar flíkur betur heldur en stóð til.

…og tilbúin kjóllinn á mér.

Þar sem ég er hvoki mikill myndasmiður eða módel þá eru þessar myndir…..tja, eigum við að segja allskonar :) en vonandi koma þær skilaboðunum aðeins áleiðis.

Af grænum peysunni og pilsinu er það helst að frétta að það er á góða staðnum og bíður þess að verða að einhverju svipuðu….og já, það verður birt færsla um það….einhverntímann.

Það væri gaman að heyra frá þér

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s