Sápubox

Undanfarið hefur færst mjög í aukana sem er vissulega bara af hinu góða, að nota sápustykki og hársápustykki (fallegra orð fyrir sjampó:). Þessi sápustykki fækka til muna öllum þeim plastbrúsum sem í langan tíma hafa verið notaðir undir sápur og sjampó. Þá kviknar vissulega hjá manni spurningin, hvernig í ósköpunum ferðast maður með svona sápustykki, t.d. bara í sund? Vitur maður sagði eitt sinn ,,það eru engin vandamál, bara lausnir“ Og það er svo hárrétt.

Vissulega má kaupa allskonar falleg sápubox til að ferðast með sápurnar sínar í, en það má líka nota það sem til fellur á heimilinu, ekki satt. Á þessu heimili falla til hin ýmsu box af öllum stærðum og gerðum (froskinum til mikils ama því a: hann er alltaf að vaska upp tómar matarumbúðir og b: það fjölgar ferðum á endurvinnslustöð).

Álbox undan kæfu og plastbox undan salati henta vel til að geyma allskonar sápur í. Plastlokin á álboxunum festast reyndar ekkert sérstaklega vel og henta því kannski síður til ferðalaga en ein lausn við því er að setja bara teygju, stroff af sokk eða eitthvað annað sambærilegt yfir herlegheitin til að halda lokinu á sínum stað og voila, þú ert komin með fínt sápubox sem kostaði ekki neitt. Plastboxin ríghalda náttúrulega og því um að gera að nota þessi þykku miklu box fyrir meira en bara að halda salati (kæfu eða hverju sem er) heim í ísskáp.

Nú, ef þig langar í sérstaklega þar til gerð sápubox, svona grátt og svart eins og á myndinni, þá eru þau til hér.

Það væri gaman að heyra frá þér

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s