Bann við plastburðarpokum

Fyrir fjórum árum síðan, í febrúar 2015 stóð sá Græni fyrst fyrir átakinu ,,Fjölnota í febrúar“ með það að markmiði að hvetja alla til þess að taka með sér fjölnota poka í innkaupaferðir…í allar verslanir.

Það er því alveg tilefni til þess að fagna frumvarpi Umhverfisráðherra við banni á plastburðarpokum nú fjórum árum síðar. Þeir sem enn eru að nota plastburðarpoka fá þó smá aðlögunartíma því 1. júlí 2019 verður óheimilt að afhenda plastburðarpoka úr verslunum án endurgjalds (vonandi verða þeir bara nógu dýrir) en frá og með 1. janúar 2021 verður „Óheimilt er að afhenda burðarpoka úr plasti, hvort sem er með eða án endurgjalds, á sölustöðum vara.“ 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sett saman ágætis lista þar sem ýmsum algengum spurningum er svarað í tengslum við bannið. sjá hér.

Sumum finnst einn plastpoki vega afskaplega lítið í öllu því plastumbúðamagni sem við berum með okkur heim úr verslunum. Það er vissulega mikið til í því. Þeim Græna finnst það hins vegar afskaplega táknrænt og sterk byrjun að byrja á plastburðarpokanum því hann er svo sýnilegur að hann er fullviss um að þetta bann hvetji til enn meiri vitundarvakningar.

Dropinn holar steininn stendur einhverstaðar og við höldum bara áfram, hvert fyrir sig, ein sér eða í smærri og jafnvel stærri hópum. Það sem þú gerir skiptir máli – þó að þú sért bara ein lítil mannvera. Ef þú efast um það, prófaðu þá bara að sofa með einni mýflugu eina nótt.

 

Það væri gaman að heyra frá þér

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s