Gluggagrænmeti

Salathausarnir sem maður kaupir í verslunum eru oft frekar litlir og oft á tíðum dugar einn slíkur skammt með máltíð fyrir þrjá. Galdurinn við þessa hausa hinsvegar er sá að þeir eru seldir í moldinni sem þeir uxu í með rótum og alles og það var til mikilli bóta þegar þeir hættu að nota plastpottana hér um árið, sparnaður fyrir alla. Það er því lítið mál að setja það sem afgangs er af hausnum þegar búið er að taka allt af honum sem maður vill, eða öllu heldur moldarhnausinn, í vatn og leyfa plöntunni að vaxa áfram. Enginn ný sannindi, þetta má gera við fleiri tegundir af grænmeti.

Eins og gjarnan vill verða eftir jólin, eykst grænmetisát á þessum bæ og því hefur þessum salathausum fjölgað aðeins hér á heimilinu. Fyrst voru þeir tveir sem fengu sitthvora könnuna til að dafna í…. en þegar þeim fjölgaði fengu þeir allir skál til að dunda sér í saman.

Það er nú ekki seinna vænna en að puðra þessum pósti í loftið, snjórinn loks farinn og styttist í að maður geti farið að setja þessa hausa út í mold sem við höfum gjarnan gert á sumrin, reyndar með misjöfnum árangri en oftast góðum.

Þetta er svo lítið mál að það er bara eiginlega fyndið. Svo þegar hausinn er orðin ein spíra eða alveg hættur að gefa af sér fer hann bara í moltuna.

 

Það væri gaman að heyra frá þér

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s