Margnota blautþurrkur

Nú er tími ferðalaga loks runninn upp og þá hoppar þessi froskur gjarnan út fyrir borgarmörkin og nýtur Íslands í sínum græna búning. Þar sem við hjónakornin höfum verið að þvælast er ekki alltaf hægt að komast í sturtu eða sund til að þrífa sig og því höfum við oft tekið með okkur svona einnota blautþurrkur.

En nú er það liðin tíð sem betur fer. Okkur var nefnilega farið að blöskra notkunin á þessum einnota þurrkum fyrir þó nokkru síðar og höfum velt fyrir okkur hvernig væri best að snúa sér öðruvísi í þessu blautþurrkumáli. Skoðuðum einhverjar uppskriftir af einhverskonar legi til að láta þær liggja í til að hafa þær sem líkastar blautþurrkum en snérum frá því þar sem okkur fannst það einfaldlega of mikið vesen. Lausnin fannst okkur vera bara, eins og svo margt annað í þessum umhverfispælingum, afturhvarf til forrtíðar. Vatn, sápa og þvottastykki. Í dag tökum við því með okkur gamalt bómullarlak sem rifið var niður í smærri einingar, svona álíka stórar og blautþurrkurnar eru. Hreinar og þurrar höfum við í einum poka og blautar og notaðar fara svo í blautpoka frá stelpunum í Fjölnota. Svo einfaldlega hitar maður bara vatn, hellir í ferðabalann og notar Friendly ferðasápu (sem n.b. má líka nota sem hársápu og til að þvo föt). Tilfinningin við að nota margnota klúta, vatn og sápu er líka miklu, getur maður sagt ,,hreinni“? heldur en þegar einnota voru notaðar. Bæði líkamlega og andlega.

Þegar heim er komið fara svo notaðar ,,blautþurrkur“ eða ætli maður kalli þetta ekki bara þvottastykki, beint í þvottavélina. Blautpokinn þrifin og þurrkaður og hrein stykki fara svo bara aftur í léreftspokann og eru klár fyrir næstu útilegu.

Jú vissulega örlítið fleiri handtök heldur en við keyptar einnota blautþurrkurnar….eða hvað?

Það væri gaman að heyra frá þér

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s