Um bloggið

Hæ, ég heiti Þórunn Björk og á mér nokkur áhugamál. Umhverfisvernd og endurvinnsla er eitt af þeim.  Sköpun, hannyrðir og föndur annað og upplýsingamiðlun það þriðja. Þessir þrír málaflokkar fara reyndar alveg ótrúlega vel saman. Sérstaklega fyrstu tveir að mínu mati og ég hef hugsað mér að nota þann þriðja til að reyna að miðla til annara hvað og hvernig við getum gert til að hugsa út fyrir kassann og um okkur, fjárhaginn og umhverfið okkar.

Í leiðinni vil ég leggja mitt af mörkum í umhverfisumræðunni og þykist vita að við getum öll lagt eitthvað af mörkum í þeim málaflokki.  Ég ætla að; gera, mynda, skrifa og sýna.  Eins mun ég birta efni sem mér finnst áhugavert og tengjast umræðunni á einhvern hátt og það er sennilega á þessum tímapunkti sem rétt er að taka fram að þetta eru mína skoðanir, pælingar og annað. Hins vegar væri rosalega skemmtilegt að heyra frá ykkur hvað þið eruð að gera og hvernig.

Það er aldrei skortur á hugmyndum, en skortur á tíma til að koma öllum hugmyndum í framkvæmd vill stundum verða meira vandamál!

Ef þið hafið einhverjar athugasemdir eða ábendingar þætti mér vænt um að fá að heyra þær frá ykkur.

Kær kveðja

Þórunn Björk Pálmadóttir

Sendið mér tölvupóst hér

Sími 861-1790

Hlakka til að heyra frá ykkur.

Það væri gaman að heyra frá þér

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s