Sápubox

Undanfarið hefur færst mjög í aukana sem er vissulega bara af hinu góða, að nota sápustykki og hársápustykki (fallegra orð fyrir sjampó:). Þessi sápustykki fækka til muna öllum þeim plastbrúsum sem í langan tíma hafa verið notaðir undir sápur og sjampó. Þá kviknar vissulega hjá manni spurningin, hvernig í ósköpunum ferðast maður með svona sápustykki,…

Smá um kaffimál

Frá því í janúar hef ég verið á námskeiði úti í bæ, sem er náttúrulega ekki í frásögu færandi. Nema hvað, á þessu fína námskeiði geta þátttakendur drukkuð kaffi, te eða vatn eins og hver getur í sig látið. Frábært í pásum og þegar maður þarf að vera eins einbeittur og mögulegt er. Drykkjarmálin sem…

Pínu páskar

Það er komið upp….páskaskrautið og það slær svona gulum ljóma hér yfir stofuna.  Svo sem ekkert nýtt skraut frá því í fyrra enda nóg til….og þó. Eitt stórt gult klakakerti sem gert var núna fyrir jólin fór á nýmálaðan kertastakja sem var í ýmsum litum fyrir helgi. Jú, og svo fóru útikertakrukkurnar í gulan búning…

Jólatré úr gaddavír

uuuuhuu…..gaddavír ….einmitt. Þeir sem þekkja þennan frosk vita sumir hverjir hversu riðgaður hann er…ekki eftir svona hvítvínssull, þó að það komi nú fyrir, heldur af því að hann er svo hrifin af riðguðum hlutum.  Því var það þegar augun rákust alveg óvart í riðgað jólatré á Pinterest um daginn að það varð ekki aftur snúið.…

Ryðgaði gosbrunnurinn

Enn hefur ekki birst nein færsla um söfnunaráráttu frúarinnar, en hún er sem sagt til staðar.  Gamlar netakúlur og bobbingar úr járni, og yfir höfuð bara svona ryðgað dót eins og tannhjól, keðjur og kúlur, eru gull og gersemar í augum frosksins og hefur einhvern ótrúlegan tælingarmátt.  Eftir eina fjöruferðina þegar fjölmargar netakúlur fengu að koma…

Sniðugar (jóla) gjafir

Hér eru tvær hugmyndir að sniðugum og hvetjandi umhverfisverndandi gjöfum. Froskurinn er þeirrar gæfu aðnjótandi að vinir og vandamenn þekkja ágætlega þankaganginn hér á bæ og uppskar fyrir vikið tvær bráðsnjallar gjafir um jólin.  Þetta eru reyndar hlutir sem sniðugt gæti verið að gefa við ýmis tækifæri.   Matarsódi, edik, sítrónusafi og uppskriftabók – algjör…

Jóladressið

Eitthvað hefur nú verið rólegt yfir okkur hér á Græna froskinum undanfarið. Það verður að skrifast á tímaskort og stundum er það er bara þannig. Það er ekki alveg það sem froskurinn planaði því hugmyndirnar að verkefnum eru svo fjölmargar. En, jæja…. Um síðustu helgi var jólast frá því að helgi hófst og þar til…

Draumadrossían á undir 10

Barnavagnar og kerrur eru nauðsynjavara fyrir barnafólk, svona eins og mig. Þegar sonur minn fæddist, fyrir 17 mánuðum síðan fengum við gefins ofboðslega fínan kerruvagn, en bak við eyrað sat alltaf löngunin í vagn. Svona “alvöru” vagn, ekki kerru. En svoleiðis apparat fær maður ekki í toppstandi fyrir lítinn pening og því spáði ég ekkert…

Desertkrukkur og drykkjarkrúsir

Það er stundum dálítið gaman að pæla í því sem við hendum með þeirri vinstri en þurfum svo endilega að fara og kaupa samskonar eða sambærilegt með þeirri hægri. Nefni hér sem dæmi krukkur – glös/desertskálar,  nestispoka – brauðpoka. Um daginn sá ég auglýsingu frá ágætri verslun sem var að selja krukkur undir desert. Það…

Best fyrir ….hvað?

Um daginn sáði ég smotteríi af kryddjurtum og grænmeti í áldósir . M.a sáði ég kóríander úr poka sem á stóð best fyrir …2007.  Mér fannst dagsetninginn svo afspyrnu forneskjuleg eitthvað að ég dúndraði þeim örfáu fræjum sem eftir voru í moldina og henti pokanum hið snarasta, með örlítin móral yfir því að vera að geyma…