Jólatréð mitt…

Þá styttist óðum í þrettándann og síðasta daga jóla sem að þessu sinni kemur upp á laugardag. Þá fer jólaksrautið niður á flestum heimilum, þ.e.a.s ef það er ekki nú þegar komið niður. Skrautið af jólatrénu fer á sinn stað og eftir stendur tréð, hálfnakið að manni finnst og hlutverki þess lokið….í hugum flestra. Mér…

Gamalt jólaskraut

Já, hvað gerir maður við gamalt jólaskraut? Nú líður óðum að þeim tíma þegar jólaskrautið fer aftur niður. Okkar fer aftur í kassana sína sem sumir hverjir eru orðnir lúnir og eflaust pakka nú flestir sínu skrauti niður. Það eru þó ekki allir sem gera það. Sumir skipta út skrautinu á jólatrénu á hverju ári…

Endurnýttur mandarínukassi

Um þetta leiti árs hrúgast gjarnan mandarínukassar inn á fjölmörg heimili. Þetta heimili er enginn undantekning og kassarnir koma víða að notum.  Í fyrra brá Froskurinn á það ráð að raða í kassana allskonar gómsætu góðgæti og færa sem jólaglaðning. Auðvitað er hægt að gera það bara rétt sí svona, gúffa mandarínunum í sig og…

Aðventukransinn þetta árið

Um þetta leiti árs gerist það gjarnan að fjölmargir útbúa eða kaupa sér aðventukrans til að telja niður í jólin. Græni froskurinn er þar enginn undantekning nema kannski að því leiti að það heyrir til undantekningar ef hinn svokallaði krans sé tilbúin hér á bæ þann fyrsta í aðventu. Og nú þegar þetta er skrifað eru…

Jólatré úr gaddavír

uuuuhuu…..gaddavír ….einmitt. Þeir sem þekkja þennan frosk vita sumir hverjir hversu riðgaður hann er…ekki eftir svona hvítvínssull, þó að það komi nú fyrir, heldur af því að hann er svo hrifin af riðguðum hlutum.  Því var það þegar augun rákust alveg óvart í riðgað jólatré á Pinterest um daginn að það varð ekki aftur snúið.…

Jólaumbúðir

Nú líður senn að jólum og þá fara margir að huga að því sem þeir hyggjast gera fyrir hátíðirnar. Eitt af því sem margir spá í eru umbúðir utan um jólagjafir því fallegur pakki er eitthvað svo æðislegur.  Ég elska jólapappír og eins skemmtilegt og mér finnst að kaupa hann, þá hef ég dregið afskaplega…

Sniðugar (jóla) gjafir

Hér eru tvær hugmyndir að sniðugum og hvetjandi umhverfisverndandi gjöfum. Froskurinn er þeirrar gæfu aðnjótandi að vinir og vandamenn þekkja ágætlega þankaganginn hér á bæ og uppskar fyrir vikið tvær bráðsnjallar gjafir um jólin.  Þetta eru reyndar hlutir sem sniðugt gæti verið að gefa við ýmis tækifæri.   Matarsódi, edik, sítrónusafi og uppskriftabók – algjör…

Til og frá

Ef okkur láist að setja merkimiða á gjafirnar frá okkur, hver veit þá hver á að fá hvað? Ég mundi eftir því nú um jólin, í einu sófakastinu þegar ég lá og svipaðist um í jólastofunni, að ég átti inn í skáp bunka af jólakortum síðustu ára. Það hafði alltaf staðið til að útbúa merkspjöld…

Jóladressið

Eitthvað hefur nú verið rólegt yfir okkur hér á Græna froskinum undanfarið. Það verður að skrifast á tímaskort og stundum er það er bara þannig. Það er ekki alveg það sem froskurinn planaði því hugmyndirnar að verkefnum eru svo fjölmargar. En, jæja…. Um síðustu helgi var jólast frá því að helgi hófst og þar til…

Borðar í hólk

Ok, ég viðurkenni áráttu mína fyrir allskonar borðum og jóladúlleríi hér með. Og hana, þá er það búið og þarf ekki að koma neinum á óvart í framtíðinni.  Í síðasta pósti talaði ég um að sýna ykkur ágætis lausn fyrir jólaborða á rúllum og þar sem jólin eru ekki alveg búin ákvað ég að demba…