Pínu páskar

Það er komið upp….páskaskrautið og það slær svona gulum ljóma hér yfir stofuna.  Svo sem ekkert nýtt skraut frá því í fyrra enda nóg til….og þó. Eitt stórt gult klakakerti sem gert var núna fyrir jólin fór á nýmálaðan kertastakja sem var í ýmsum litum fyrir helgi. Jú, og svo fóru útikertakrukkurnar í gulan búning…

Páskaskraut

Þegar ég var lítil þá skreytti mamma oft heima með nokkrum gulum páskaungum sem voru búnir til úr tveimur gulum dúskum, ægilega krúttlegir. Það er afar margt sem maður tekur með sér frá æskuheimilinu og að skreyta hjá mér fyrir páska er eitt af því sem ég tók með mér. Á fyrstu búskaparárunum prófaði ég…