Bláberjageymsla

Berjatínslutíminn er alveg að ganga í garð og við sem hér búum erum svo heppin að við getum farið í berjamó á hverju ári og sankað að okkur öllum þeim berjategundum sem okkar dásamlega land býður uppá. Krækiber, bláber, hrútaber og jafnvel jarðaber á stöku stað. Þeir sem búa svo vel að hafa garð geta…

Sniðugir vörumerkimiðar

Fyrir skömmu lá fyrir að þessi froskur þurfti nauðsynlega að útbúa sér dress fyrir þemapartý. Nauðsynlega. Því var lagt af stað að gúgla tímabil og tísku og svo lagt í hann og lá leiðin í Hertex í Grafarholti. Já, nú skyldi aldeilis fjárfesta í einhverju til að breyta og bæta, laga, græja og gera til að…

Efla, þetta er alveg til fyrirmyndar!

Með morgunkaffinu í morgun og ,,dagblaðaflettingum“ sem fólust reyndar í skruni á skjá varð þessi grein frá 9. apríl sl. fyrir valinu í morgunlestrinum. Í fréttinni er sagt frá umhverfisátaki Eflu og tilgreind fjölmörg skref sem þau taka til að draga úr sóun og minnka vistspor. Eins og segir í fyrirsögn þá er búið að draga úr…

Smá um kaffimál

Frá því í janúar hef ég verið á námskeiði úti í bæ, sem er náttúrulega ekki í frásögu færandi. Nema hvað, á þessu fína námskeiði geta þátttakendur drukkuð kaffi, te eða vatn eins og hver getur í sig látið. Frábært í pásum og þegar maður þarf að vera eins einbeittur og mögulegt er. Drykkjarmálin sem…

Jólaumbúðir

Nú líður senn að jólum og þá fara margir að huga að því sem þeir hyggjast gera fyrir hátíðirnar. Eitt af því sem margir spá í eru umbúðir utan um jólagjafir því fallegur pakki er eitthvað svo æðislegur.  Ég elska jólapappír og eins skemmtilegt og mér finnst að kaupa hann, þá hef ég dregið afskaplega…

Froskafrí ….eða ekki

Það hefur nú verið heldur lítið skrifað á þessa síðu nú í sumar. Það er afar góð ástæða fyrir því.  Þessi froskur vill helst vera úti í íslenska sumrinu en ekki fyrir framan tölvuskjá.  Fjölnota er hins vegar enn í fullum gangi ásamt ræktun á grænmeti og endurvinnslu. Þeir sem til þekkja vita að endurvinnsla…

Til og frá

Ef okkur láist að setja merkimiða á gjafirnar frá okkur, hver veit þá hver á að fá hvað? Ég mundi eftir því nú um jólin, í einu sófakastinu þegar ég lá og svipaðist um í jólastofunni, að ég átti inn í skáp bunka af jólakortum síðustu ára. Það hafði alltaf staðið til að útbúa merkspjöld…

Mjólkurfernur

,,Hvar á ég að geyma þetta?“  ,, æji, ég hef ekki pláss.“ og ,,það er svo mikið rusl af þessu “ eru nokkur af þeim svörum sem ég hef fengið þegar ég spyr hvort viðkomandi flokki ekki fernur?  Vissulega allt góð og gild svör og eflaust í mörgum tilfellum mjög erfitt að koma fernum fyrir einhver…

Afdankaðar gormabækur

Það er alveg ótrúlegt magn af allskonar dóti sem fyrirfinnst hér á heimilinu.  Ég vil nú reyndar kalla þetta eignir en aðrir eflaust drasl.  Sennnilega er svona eignadrasl á fjölmörgum heimilum.  Um daginn fannst þessi beiglaða, krumpaða og afdankaða gormabók í einhverri skúffunni. Þar sem það virðist vera í genunum hjá þessum froski að henda engu sem…

Endurvinnsla á pappír

Að búa til pappír er góð skemmtun og um helgina lagði Græni Froskurinn í nokkrar arkir.  Fyrst þurfti að búa til ramma með þéttriðnu neti fyrri arkirnar og um leið og rammarnir voru klárir var hægt að byrja. Takk Græni prins fyrri smíðina. Það sparaði óneytanlega mikla vinnu að komast í pappírstætara og fara heim með…