Til og frá

Ef okkur láist að setja merkimiða á gjafirnar frá okkur, hver veit þá hver á að fá hvað? Ég mundi eftir því nú um jólin, í einu sófakastinu þegar ég lá og svipaðist um í jólastofunni, að ég átti inn í skáp bunka af jólakortum síðustu ára. Það hafði alltaf staðið til að útbúa merkspjöld…

…og fleiri jólapokar

Jæja, þá er búið að dunda við þá pappírspoka sem til voru á heimilinu og húsfreyjunni hugnaðist ekki sem „nógu spennandi“ gjafapokar.  Þetta voru sem sagt ýmist ómerktir eða merktir pappírspokar, og undir gömlum jólakortum, pappír í ýmsum litum, efnisafgöngum, álpappír, könglum og allskonar dóti má finna poka frá Garðheimum, Heilsuhúsinu, Veiðiflugum, Handverk og hönnun…

Jólapokaumbúðir

Það er þetta með söfnunaráráttuna. Mér til mikillar gleði fann ég um daginn, auðvitað alveg óvart því stundum gleymir maður hvað maður á mikið af eignum, fullt af pappírspokum, ýmist með áletrun frá fyrirtækjum eða bara alveg strípaða. Magnið af pokum var reyndar aðeins meira en mig minnti, þannig að nú var komið að því…

Jólamerkimiðar

Það er óhætt að segja að heimilið sé orðið vel birgt af jólamerkimiðum, sennilega næstu árin! En eins og ég var áður búin að orða notaði ég afganga af þeim jólakortum sem ekki fóru á poka til að gera jólamerkispjöld. Í mínum huga eru merkispjöld nokkuð nauðsynleg til að gjafir rati á rétta staði, þó…