Bann við plastburðarpokum

Fyrir fjórum árum síðan, í febrúar 2015 stóð sá Græni fyrst fyrir átakinu ,,Fjölnota í febrúar“ með það að markmiði að hvetja alla til þess að taka með sér fjölnota poka í innkaupaferðir…í allar verslanir. Það er því alveg tilefni til þess að fagna frumvarpi Umhverfisráðherra við banni á plastburðarpokum nú fjórum árum síðar. Þeir…

Sápubox

Undanfarið hefur færst mjög í aukana sem er vissulega bara af hinu góða, að nota sápustykki og hársápustykki (fallegra orð fyrir sjampó:). Þessi sápustykki fækka til muna öllum þeim plastbrúsum sem í langan tíma hafa verið notaðir undir sápur og sjampó. Þá kviknar vissulega hjá manni spurningin, hvernig í ósköpunum ferðast maður með svona sápustykki,…

Pokar í ruslið

Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að plastið er út um allt og í öllu, svona næstum. Hvatning og pressa í þá átt að hætta eða minnka plastnotkun kemur úr öllum áttum. Það er nú samt hægara sagt en gert að hætta alveg plastnotkun, samfélagið okkar er bara þannig. Eflaust er það líka…

Pokaþvottur

Fyrir einhverjum árum hefði ég sennilega ekki skrifað þetta upphátt. Sennilega bara pukrast ein með það úti í horni að ég skola poka, plastpoka! Já, skola, þurrka og nota aftur og aftur. Sumir skola bara þykku rennilásapokana, en ég spyr af hverju bara þá? Nú er eiginlega komið að enn einum plastpokaþvottinum á heimilinu því…

Fjölnota í febrúar 2017

Græni froskurinn hefur ákveðið að blása aftur til leiks og ætlar að hvetja alla til að taka sig á í febrúar og fara með fjölnota poka í búðirnar. Þeim hefur vissulega fjölgað sem nú taka með sér burðarpoka í verslanir og er það frábært, en það er hægt að gera enn betur.  Í síðustu búðarferð…

Tíu leiðir til að minnka plastnotkun

Eftirfarandi eru nokkrar hugmyndir að því hvernig hver og einn getur dregið úr plastnotkun. Þetta er ekkert sem gerist einn, tveir og þrír, en um leið og maður er orðin meðvitaður þá fjölgar skiptunum og það sem hvert og eitt okkar gerir, skiptir máli. 1.Tökum fjölnotapoka með í matvöruverslunina. Það gæti verið að þú þyrftir…

,,Girni“(legt), bráðdrepandi rusl!

Veiðitímabilið er hafið fyrir nokkru, mér og mínum til ómældrar ánægju.  Okkur hjónunum af því að okkur finnst svo gaman að fara og veiða og vera úti í náttúrunni, og krakkaormunum okkar af því að þeim finnst svo gaman þegar við erum ekki heima! Við erum gjarnan hvött til að fara eitthvað með stangirnar og…

Upphituð kjötsúpa

…og því oftar sem hún er hituð upp, því betri verður hún. Það sagði amma allavega og það er líka alveg satt.  Hún sagði líka ,,bara taka rófuna úr, því hún getur súrnað“. Þegar planið er svo kannski annað en að borða upphitaða kjötsúpu í marga, marga daga, þá er fátt betra en að setja…

Í lok Fjölnota í febrúar

Nú þegar febrúar er að líða undir lok langar mig að stilka á stóru um ýmislegt sem gerðist hjá okkur á viðburðinum ,,Fjölnota í febrúar“. Eins og sagði í upphafi var þetta hvatningaverkefni til þess að hvetja fólk til að taka með sér fjölnota burðarpoka í verslanir…..allar verslanir. Þegar hugmyndin kviknaði taldi ég sniðugt að…

Einn heimatilbúinn

Græna froskinum áskotnaðist um daginn forláta poki úr ofnu plasti …undan plasti. Eins og með ýmislegt annað sem froskurinn brallar og birtir hér á þessari síðu, sá hann tækifæri til að breyta þessum poka og láta hann fá aðeins annað hlutverk í stað þess að henda honum og taka upp pláss á urðunarstöðum. Tækifærið fólst…