Endurnýttur mandarínukassi

Um þetta leiti árs hrúgast gjarnan mandarínukassar inn á fjölmörg heimili. Þetta heimili er enginn undantekning og kassarnir koma víða að notum.  Í fyrra brá Froskurinn á það ráð að raða í kassana allskonar gómsætu góðgæti og færa sem jólaglaðning. Auðvitað er hægt að gera það bara rétt sí svona, gúffa mandarínunum í sig og…

Framhaldslíf bláa skemilsins

Í fjöldamörg ár hefur verið til hér á heimilinu blár skemill til að hvíla lúna fætur. Nú síðustu ár, reyndar nokkuð mörg síðustu ár, hefur hann hins vegar frekar hvílt lúna ketti. Hann er sem sagt gjarnan afdrep ferfætlinganna á heimilinu. Þeir hafa jafnvel gerst svo grófir að nota skemilinn sem klóruprik. Það er því…

Pínu páskar

Það er komið upp….páskaskrautið og það slær svona gulum ljóma hér yfir stofuna.  Svo sem ekkert nýtt skraut frá því í fyrra enda nóg til….og þó. Eitt stórt gult klakakerti sem gert var núna fyrir jólin fór á nýmálaðan kertastakja sem var í ýmsum litum fyrir helgi. Jú, og svo fóru útikertakrukkurnar í gulan búning…

Froskafrí ….eða ekki

Það hefur nú verið heldur lítið skrifað á þessa síðu nú í sumar. Það er afar góð ástæða fyrir því.  Þessi froskur vill helst vera úti í íslenska sumrinu en ekki fyrir framan tölvuskjá.  Fjölnota er hins vegar enn í fullum gangi ásamt ræktun á grænmeti og endurvinnslu. Þeir sem til þekkja vita að endurvinnsla…

Draumadrossían á undir 10

Barnavagnar og kerrur eru nauðsynjavara fyrir barnafólk, svona eins og mig. Þegar sonur minn fæddist, fyrir 17 mánuðum síðan fengum við gefins ofboðslega fínan kerruvagn, en bak við eyrað sat alltaf löngunin í vagn. Svona “alvöru” vagn, ekki kerru. En svoleiðis apparat fær maður ekki í toppstandi fyrir lítinn pening og því spáði ég ekkert…

Haustkrans

Góð vinkona mín orðaði það við mig í vikunni að hún ætlaði hugsanlega að gera haustkrans um helgina. Hversu góð hugmynd er það eiginlega? Það eru komin mörg ár síðan ég gerði síðast svona krans. Þar sem fátt annað komast að en hugsunin um að gera krans á útidyrahurðina var náttúrulega bara eitt í boði…

Uppgerð kertalukt

Þessi kertalukt hefur hangið úti við innganginn hjá okkur í nokkur ár. Sennilega má því kenna nokkura ára útiveru um það hversu snjáð hún var orðin. Því var það að henni var kippt niður af vegg, nú fyrr í vetur og hún drifin inn í skúr í smá yfirhalningu. Það þurfti svo sem ekki mikið…

Eldhús í nýjum búning

Núna í janúar eru fjögur ár síðan við tókum eldhúsið okkar aðeins í gegn. Við vorum og erum ánægð með innréttinguna en okkur langaði að breyta aðeins til án mikils kostnaðar. Því  ákváðum við að skipta um lit á henni og gera hana pínu antík.  Bóndinn skrúfaði allar hurðar og skúffuforstykki af, grunnaði, málaði og…