Grænmetispokafólk, hvar eruð þið?

Það eru nú komin nokkur ár síðan ég saumaði mér grænmetispokana góðu úr gömlu gardínunum hennar ömmu og þeir hafa verið í stöðugri notkun síðan.  Vissulega mest notaðir undir grænmeti og ávexti, en hafa einnig farið í nokkrar ferðir til útlanda sem skópokar og þess á milli í þvottavélina svona endrum og sinnum. Þeir eru…

Lengi tekur sjórinn við

Í gamla daga, þegar þessi froskur var ungur og aðeins minni froskur bjó hann úti á landi. Hann hoppaði gjarnan í heimsókn til ömmu sinnar sem oft var með málshætti og önnur skemmtileg orðatiltæki á takteinum.  Hún sagði líka gjarnan ,,lengi tekur sjórinn við“ og það er einmitt þessi setning hennar ömmu sem er pínulítið kveikjan að…

Hvor er betri; bleikur eða brúnn?

Það er þetta með hringrásina…. Nýverið smellti ég einu ,,læki“ á facebook síðu sem heitir Dirty girls of Lesvos Islands. Það sem varð til þess að ég smellti þessu læki var stadus sem hljómaði eitthvað á þessaa leið ,,Fólk setur pening í að styrkja hjálparstarf – hjálparaðili kaupir teppi handa flóttafólki – teppum og fatnaði er síðan…

Góðar venjur

Að temja sér góða siði getur stundum verið dálítið erfitt, allavega finnst mér það. Sennilega stafar það af því að maður vil gjarnan gleypa allan heiminn strax í stað þess að fara eftir þeim góðu leiðbeiningum um hvernig borða eigi fíl.  Ég tel að það séu afskaplega margir sem vilja taka með sér fjölnota poka í…

Tilfinningatengd flokkun

Ég hafði ekki gert mér almennilega grein fyrir því að flokka og endurvinna sorp kallar fram hjá mér nokkuð breiða flóru tilfinninga. Eða, jú ég vissi svo sem af einhverjum tilfinningum en ég hafði ekki sett þær beint niður fyrir mér. Það kviknaði ekki á perunni fyrr en meðlimur á Facebook hópnum Áhugahópur um endurvinnslu og…

Munum eftir smáfuglunum

Litlu fiðruðu vinum okkar er kalt þessa dagana og það er ekki auðvelt fyrir þá að nálgast fæðu þegar þykkt snjóalag hylur grund. Sem betur fer er til hellingur af fuglavinum og þeir eru duglegir að gefa fuglunum og fuglarnir launa það rausnarlega með fallegum söng úr næsta tré. Nú um jólin, eins og undanfarin…

Litið um öxl

Við áramót staldra margir við og líta til baka yfir liðið ár. Froskar eiga það til að gera þetta líka og þessi Græni renndi örsnöggt yfir og virti fyrir sér það sem stendur uppúr hér á þessu bloggi. Samtals birtust 47 greinar og má segja að markmiði síðasta árs í þeim efnum hafi verið náð. Við þessar…

Hátíðarkveðja

Græni froskurinn sendir öllum lesendum vefsins sínar bestu óskir um ánægjulega hátíð með von um að efnið hafi verið lesendum til einhvers gagns og mögulega gamans. Minnum á að það er alveg eitursnjallt að geyma pappírinn frá kvöldinu í kvöld til næstu jóla og nota hann þá aftur. Gleðileg jól og fögnum hækkandi sól.

Sparað í desember

Ég var frekar hugsi yfir því hvað ég ætti að skrifa um núna í dag, þriðja desember þar sem ekkert jólasniðugt er búið að gerast hér á bæ, svona að ráði. Ætla reyndar að klára snjókarla bútasaumsmynd, helst í dag og skrifa um síðar, gaddavírsjólatrén sem ég fjallaði aðeins um síðast eru reyndar enn úti og…

Notað uppúr koppum og kirnum

Veist þú hvað þú átt mikið af svona ýmiskonar allskonar dóti heima hjá þér? …í skúffum og skápum, töskum og vösum, kössum og pokum, hillum og ….jæja, þú skilur hvað ég er að fara…vonandi Allavega, við hjónin réðumst í það verkefni að taka baðherbergið í nefið fyrir skömmu. Og þá kom nú berlega í ljós hversu…