Gluggagrænmeti

Salathausarnir sem maður kaupir í verslunum eru oft frekar litlir og oft á tíðum dugar einn slíkur skammt með máltíð fyrir þrjá. Galdurinn við þessa hausa hinsvegar er sá að þeir eru seldir í moldinni sem þeir uxu í með rótum og alles og það var til mikilli bóta þegar þeir hættu að nota plastpottana…

Kertaafgangar nýttir í útikertið

Á þessu heimili er til ofgnótt af kertaafgöngum sem til stendur að endurvinna….,,í dauða tímanum“ Nú um jólin höfum við þó verið afar dugleg að nýta þá kertaafganga sem til hafa fallið með því einfaldlega að setja þá út í útikertið sem kveikt er á kl. 18 á aðfangadagskvöld. Ef við hefðum ekki gert það…

Í stað plastfilmu

Það verður nú að segjast alveg eins og er að lyklaborðið hefur alveg fengið hvíld frá skrifum í töluverðan tíma. En það er allt í lagi þar sem þessari síðu er haldið úti sem áhugamáli en ekki af kvöð, og stundum fá áhugamál pásur ekki satt. En nú er svo komið að ég verð að…

Munum eftir smáfuglunum

Litlu fiðruðu vinum okkar er kalt þessa dagana og það er ekki auðvelt fyrir þá að nálgast fæðu þegar þykkt snjóalag hylur grund. Sem betur fer er til hellingur af fuglavinum og þeir eru duglegir að gefa fuglunum og fuglarnir launa það rausnarlega með fallegum söng úr næsta tré. Nú um jólin, eins og undanfarin…

Sparað í desember

Ég var frekar hugsi yfir því hvað ég ætti að skrifa um núna í dag, þriðja desember þar sem ekkert jólasniðugt er búið að gerast hér á bæ, svona að ráði. Ætla reyndar að klára snjókarla bútasaumsmynd, helst í dag og skrifa um síðar, gaddavírsjólatrén sem ég fjallaði aðeins um síðast eru reyndar enn úti og…

Brauðmolar

Það er þetta með afgangsbrauðið. Þegar búið er að koma sér upp góðum lager af brauðraspi, hvað gerir maður þá við alla brauðafgangana sem halda áfram að fara í frystinn? Fyrst minnkar maður brauðkaupin, það gefur auga leið. En, nú síðast urðu allir brauðafgangar að litlum brauð molum eða croutons eða hvað þetta heitir nú.…

Sóar þú 123 kg. af mat á ári?

Nei, sennilega geri ég það nú ekki þar sem mér finnst ég vera afskaplega nýtin á mat. EN, Skv. nýlegri rannsókn þá er áætlað að hver Evrópubúi sói um 123 kg. af mat á hverju ári og þar af eru um 80 kg. æt.  Við erum að tala um á mann. Það myndi þá þýða…

Molta

Nú þegar nýju moltukassarnir eru tilbúnir er óhætt að hætta að hræðast það að eggjaskurn fari að fjúka um götur borgarinnar. Eða allavega af okkar völdum. En svona verður moltan okkar til: Í skápnum undir eldhúsvaskinum er svona dós. Þessi er undan piparkökum síðan einhvern tímann fyrir löngu. Þær hafa verið nokkrar hjá okkur moltudósirnar,…

Hrísgrjónin í gær

Hrísgrjón, sem er fjölær grastegund, eru þriðja mest ræktaða planta í heiminum og í Asíu metta hrísgrjón rúmlega tvo milljarða manna á hverjum degi. Þessar góðu upplýsingar koma fram í uppáhaldsblaðinu mínu, Bændablaðinu. Um helmingur jarðarbúa borðar svo hrísgrjón á hverjum degi. Það ætti því ekki að koma neitt rosalega mikið á óvart að stundum…

Vatnafiskibollur

Nú styttist óðum í nýtt veiðitímabil og því ekki seinna vænna en að vinna niður birgðir úr frystikistunni. Í frystinum voru til nokkur flök af bleikju frá síðasta sumri og við hliðina á bleikjunni voru tvö flök af ýsu. Því var brugðið á það ráð að taka hvoru tveggja úr frystinum, þýða og roðrífa silunginn því nú…