Poppkorn

Geymsluaðferð á poppmaísbaunum er umfjöllunarefnið í þessari bloggfærslu en poppkorn er mikið borðað á þessu heimili….eða það kemur í svona tímabilum eins og svo oft vill verða. Núverandi tímabil er búið að standa mjöööög lengi. Fyrir nokkrum árum vorum við dugleg að kaupa örbylgjupopp af því að okkur þótti það einfaldlega betra. Örbylgjupopp hefur hins…

Sóar þú 123 kg. af mat á ári?

Nei, sennilega geri ég það nú ekki þar sem mér finnst ég vera afskaplega nýtin á mat. EN, Skv. nýlegri rannsókn þá er áætlað að hver Evrópubúi sói um 123 kg. af mat á hverju ári og þar af eru um 80 kg. æt.  Við erum að tala um á mann. Það myndi þá þýða…

Girnilegar 50/50 kleinur

(A tiny bit in English at the bottom of this post) Verð eignlega að skrifa og birta þessa færslu núna, því þetta var verkefni gærkvöldsins og í gær var laugardagurinn 21.mars. Það er greinilega af sem áður var þegar laugardagskvöldunum var varið í að baka vandræði frekar en kleinur. Ástæðan fyrir þessu baksi á konunni…

Upphituð kjötsúpa

…og því oftar sem hún er hituð upp, því betri verður hún. Það sagði amma allavega og það er líka alveg satt.  Hún sagði líka ,,bara taka rófuna úr, því hún getur súrnað“. Þegar planið er svo kannski annað en að borða upphitaða kjötsúpu í marga, marga daga, þá er fátt betra en að setja…

Minnkum matarsóun í mars

Minnkum matarsóun í mars varð ofan á í laufléttri könnun í Fjölnota í febrúar viðburðinum okkar á Facebook. Að minnka matarsóun er mjög verðugt verkefni og eins og með allt annað, ef við viljum breyta heiminum þá hljótum við að byrja á okkur sjálfum. Til þess tekur maður eitt skref í einu. Matarsóun er sennilega…

Krydd í tilve……nei, poka

Ok, það viðurkennist hér með að Græni froskurinn er enginn engill og kaupir stundum flýtifóður (e.fast food).  Sumir veitingastaðir láta ýmislegt fylgja með flýtifóðrinu eins og servíettur, salt, tómatsósu og krydd.  Yfirleitt er þetta í litlum plast-, eða bréfpokum og stundum lítur út fyrir að starfsfólk hafi gripið heila lúku og sett í pokann sem…

Best fyrir ….hvað?

Um daginn sáði ég smotteríi af kryddjurtum og grænmeti í áldósir . M.a sáði ég kóríander úr poka sem á stóð best fyrir …2007.  Mér fannst dagsetninginn svo afspyrnu forneskjuleg eitthvað að ég dúndraði þeim örfáu fræjum sem eftir voru í moldina og henti pokanum hið snarasta, með örlítin móral yfir því að vera að geyma…

Brauðrasp

Já, í alvöru ég vil meina að það falli undir endurvinnslu.  Ef þú hugsar um það hversu margir nýtilegir brauðendar, sneiðar, bollur og bitar hafa endað í ruslinu hjá þér ertu eflaust sammála mér. Við gætum líka orðað þetta á þann hátt að  nýta matvælin þangað til þau eru uppurin og ég er algjörlega sátt…