Sápubox

Undanfarið hefur færst mjög í aukana sem er vissulega bara af hinu góða, að nota sápustykki og hársápustykki (fallegra orð fyrir sjampó:). Þessi sápustykki fækka til muna öllum þeim plastbrúsum sem í langan tíma hafa verið notaðir undir sápur og sjampó. Þá kviknar vissulega hjá manni spurningin, hvernig í ósköpunum ferðast maður með svona sápustykki,…

Peysa og blússa verða að kjól rétt fyrir jól…

Æji, stóðst ekki mátið með að rýma smá…þó að það passi engan veginn Þannig var mál með vexti að fyrirhuguð fataskápa tiltekt sem lengi hafði staðið til varð loks að veruleika og í stofusófanum hrönnuðust upp tveir afar góðir fatastaflar. Í þessum stafla voru peysur og bolir, buxur og blússur, götóttir sokkar og ýmislegt fleira…

Kertaafgangar nýttir í útikertið

Á þessu heimili er til ofgnótt af kertaafgöngum sem til stendur að endurvinna….,,í dauða tímanum“ Nú um jólin höfum við þó verið afar dugleg að nýta þá kertaafganga sem til hafa fallið með því einfaldlega að setja þá út í útikertið sem kveikt er á kl. 18 á aðfangadagskvöld. Ef við hefðum ekki gert það…

Endurnýttur mandarínukassi

Um þetta leiti árs hrúgast gjarnan mandarínukassar inn á fjölmörg heimili. Þetta heimili er enginn undantekning og kassarnir koma víða að notum.  Í fyrra brá Froskurinn á það ráð að raða í kassana allskonar gómsætu góðgæti og færa sem jólaglaðning. Auðvitað er hægt að gera það bara rétt sí svona, gúffa mandarínunum í sig og…

Gallabuxnaskór – Sole Hope

Fyrir örfáum vikum síðan heyrði ég af virkilega fallegu og áhugaverðu verkefni sem heitir Sole Hope. Sole hope snýst um að klæða fætur barna og fullorðinna í Úganda, m.ö.o búa til skó og vernda þau fyrir sandfló ,,jiggers“, pöddukvikindi sem lifir í þurrum jarðveginum. Þær bíta og éta sig inn í fætur barna og fullorðina, verpa…

Þannig týnist tíminn…

….og allt í einu er árið 2017 komið. Hvað gerðist eiginlega og hvernig gerðist það? Þrátt fyrir fögur fyrirheit um ákveðið margar greinar hér á Græna froskinum á ákveðnum tímum og allskonar jarí jarí þar fram eftir götunum þá varð fátt um öll þau fögru fyrirheit. Greinarnar sem birtust á síðasta ári voru svo fáar…

Tilfinningatengd flokkun

Ég hafði ekki gert mér almennilega grein fyrir því að flokka og endurvinna sorp kallar fram hjá mér nokkuð breiða flóru tilfinninga. Eða, jú ég vissi svo sem af einhverjum tilfinningum en ég hafði ekki sett þær beint niður fyrir mér. Það kviknaði ekki á perunni fyrr en meðlimur á Facebook hópnum Áhugahópur um endurvinnslu og…

Aðventukransinn þetta árið

Um þetta leiti árs gerist það gjarnan að fjölmargir útbúa eða kaupa sér aðventukrans til að telja niður í jólin. Græni froskurinn er þar enginn undantekning nema kannski að því leiti að það heyrir til undantekningar ef hinn svokallaði krans sé tilbúin hér á bæ þann fyrsta í aðventu. Og nú þegar þetta er skrifað eru…

Brauðmolar

Það er þetta með afgangsbrauðið. Þegar búið er að koma sér upp góðum lager af brauðraspi, hvað gerir maður þá við alla brauðafgangana sem halda áfram að fara í frystinn? Fyrst minnkar maður brauðkaupin, það gefur auga leið. En, nú síðast urðu allir brauðafgangar að litlum brauð molum eða croutons eða hvað þetta heitir nú.…

Jólaumbúðir

Nú líður senn að jólum og þá fara margir að huga að því sem þeir hyggjast gera fyrir hátíðirnar. Eitt af því sem margir spá í eru umbúðir utan um jólagjafir því fallegur pakki er eitthvað svo æðislegur.  Ég elska jólapappír og eins skemmtilegt og mér finnst að kaupa hann, þá hef ég dregið afskaplega…