Bann við plastburðarpokum

Fyrir fjórum árum síðan, í febrúar 2015 stóð sá Græni fyrst fyrir átakinu ,,Fjölnota í febrúar“ með það að markmiði að hvetja alla til þess að taka með sér fjölnota poka í innkaupaferðir…í allar verslanir. Það er því alveg tilefni til þess að fagna frumvarpi Umhverfisráðherra við banni á plastburðarpokum nú fjórum árum síðar. Þeir…

Smá um kaffimál

Frá því í janúar hef ég verið á námskeiði úti í bæ, sem er náttúrulega ekki í frásögu færandi. Nema hvað, á þessu fína námskeiði geta þátttakendur drukkuð kaffi, te eða vatn eins og hver getur í sig látið. Frábært í pásum og þegar maður þarf að vera eins einbeittur og mögulegt er. Drykkjarmálin sem…

Pokar í ruslið

Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að plastið er út um allt og í öllu, svona næstum. Hvatning og pressa í þá átt að hætta eða minnka plastnotkun kemur úr öllum áttum. Það er nú samt hægara sagt en gert að hætta alveg plastnotkun, samfélagið okkar er bara þannig. Eflaust er það líka…

Pokaþvottur

Fyrir einhverjum árum hefði ég sennilega ekki skrifað þetta upphátt. Sennilega bara pukrast ein með það úti í horni að ég skola poka, plastpoka! Já, skola, þurrka og nota aftur og aftur. Sumir skola bara þykku rennilásapokana, en ég spyr af hverju bara þá? Nú er eiginlega komið að enn einum plastpokaþvottinum á heimilinu því…

Fjölnota í febrúar 2017

Græni froskurinn hefur ákveðið að blása aftur til leiks og ætlar að hvetja alla til að taka sig á í febrúar og fara með fjölnota poka í búðirnar. Þeim hefur vissulega fjölgað sem nú taka með sér burðarpoka í verslanir og er það frábært, en það er hægt að gera enn betur.  Í síðustu búðarferð…

Tíu leiðir til að minnka plastnotkun

Eftirfarandi eru nokkrar hugmyndir að því hvernig hver og einn getur dregið úr plastnotkun. Þetta er ekkert sem gerist einn, tveir og þrír, en um leið og maður er orðin meðvitaður þá fjölgar skiptunum og það sem hvert og eitt okkar gerir, skiptir máli. 1.Tökum fjölnotapoka með í matvöruverslunina. Það gæti verið að þú þyrftir…

Góðar venjur

Að temja sér góða siði getur stundum verið dálítið erfitt, allavega finnst mér það. Sennilega stafar það af því að maður vil gjarnan gleypa allan heiminn strax í stað þess að fara eftir þeim góðu leiðbeiningum um hvernig borða eigi fíl.  Ég tel að það séu afskaplega margir sem vilja taka með sér fjölnota poka í…

Fjölnota í febrúar 2016

Já, febrúar er rétt handan við hornið, aftur.  Það er sem sagt að verða komið ár síðan við tókum höndum saman og ákváðum að draga úr plastpokanotkun. Síðan þá hefur okkur hér á þessu heimili gengið afskaplega vel í að minnka plastpokanotkun. Höfum aðeins í ööööörfá skipti keypt plastburðarpoka í verslunum. Skrítið samt, að við höfum…

Litið um öxl

Við áramót staldra margir við og líta til baka yfir liðið ár. Froskar eiga það til að gera þetta líka og þessi Græni renndi örsnöggt yfir og virti fyrir sér það sem stendur uppúr hér á þessu bloggi. Samtals birtust 47 greinar og má segja að markmiði síðasta árs í þeim efnum hafi verið náð. Við þessar…

Í lok Fjölnota í febrúar

Nú þegar febrúar er að líða undir lok langar mig að stilka á stóru um ýmislegt sem gerðist hjá okkur á viðburðinum ,,Fjölnota í febrúar“. Eins og sagði í upphafi var þetta hvatningaverkefni til þess að hvetja fólk til að taka með sér fjölnota burðarpoka í verslanir…..allar verslanir. Þegar hugmyndin kviknaði taldi ég sniðugt að…