Endurnýttur mandarínukassi

Um þetta leiti árs hrúgast gjarnan mandarínukassar inn á fjölmörg heimili. Þetta heimili er enginn undantekning og kassarnir koma víða að notum.  Í fyrra brá Froskurinn á það ráð að raða í kassana allskonar gómsætu góðgæti og færa sem jólaglaðning. Auðvitað er hægt að gera það bara rétt sí svona, gúffa mandarínunum í sig og…

Pínu páskar

Það er komið upp….páskaskrautið og það slær svona gulum ljóma hér yfir stofuna.  Svo sem ekkert nýtt skraut frá því í fyrra enda nóg til….og þó. Eitt stórt gult klakakerti sem gert var núna fyrir jólin fór á nýmálaðan kertastakja sem var í ýmsum litum fyrir helgi. Jú, og svo fóru útikertakrukkurnar í gulan búning…

Gallaprjónapúðaver

Þetta ætti nú eiginlega að halda uppá með pomp og prakt, lúðrablæstri og skrúðgöngu, fálkaorðu já og stór riddarakrossi og kossi. …og mér er fúlasta alvara.  Ef þið þekkið einhvern í svona orðunefnd, endilega nefnið mig. Þið sjáið fljótlega af hverju. Kannski muna einhverjir eftir sparibauk frá því í gamla daga sem söng gjarnan ,,í…

Til og frá

Ef okkur láist að setja merkimiða á gjafirnar frá okkur, hver veit þá hver á að fá hvað? Ég mundi eftir því nú um jólin, í einu sófakastinu þegar ég lá og svipaðist um í jólastofunni, að ég átti inn í skáp bunka af jólakortum síðustu ára. Það hafði alltaf staðið til að útbúa merkspjöld…

Kubbakerti

…og þá á ég við kerti með kubbum í en ekki lítil og kubbaleg kerti.  Svona kubbakerti er mjög spennandi að gera og fellst spennan aðallega í því að sjá hvernig kertin koma út í lokin.  Mjög auðvelt er að búa til kubbana, svona allavega þegar búið er að prófa nokkrar leiðir.  Við höfum prófað…

Páskaskraut

Þegar ég var lítil þá skreytti mamma oft heima með nokkrum gulum páskaungum sem voru búnir til úr tveimur gulum dúskum, ægilega krúttlegir. Það er afar margt sem maður tekur með sér frá æskuheimilinu og að skreyta hjá mér fyrir páska er eitt af því sem ég tók með mér. Á fyrstu búskaparárunum prófaði ég…

Uppgerð kertalukt

Þessi kertalukt hefur hangið úti við innganginn hjá okkur í nokkur ár. Sennilega má því kenna nokkura ára útiveru um það hversu snjáð hún var orðin. Því var það að henni var kippt niður af vegg, nú fyrr í vetur og hún drifin inn í skúr í smá yfirhalningu. Það þurfti svo sem ekki mikið…

Er Macintosið ahbúh?

eða …ef það kláraðist ekki um jólin, þá klárast það ábyggilega nú um áramótin og eftir stendur sönnunargagnið – tóm Macintosh dós. Það er allavega mjög oft þannig á þessu heimili!  Því brá ég á það ráð að dubba upp eins og tvær dósir með fallegu servíettunum frá Heklu Íslandi, hreindýraservíettum, enda finnst mér hreindýr…

Kertakrús

Ég elska krukkur, það er bara þannig og því stærri því betri.  Mér áskotnaðist þrjár dáldið stórar og girnilegar krukkur um daginn sem ég laumaði heim.  Mig langaði að gera krúttlegar kertakrúsir úr þeim og er búin að prófa mig áfram ….nokkru sinnum.  Fyrst, eins og með allar krukkur er að taka miðana af.  Heitt…

…og fleiri jólapokar

Jæja, þá er búið að dunda við þá pappírspoka sem til voru á heimilinu og húsfreyjunni hugnaðist ekki sem „nógu spennandi“ gjafapokar.  Þetta voru sem sagt ýmist ómerktir eða merktir pappírspokar, og undir gömlum jólakortum, pappír í ýmsum litum, efnisafgöngum, álpappír, könglum og allskonar dóti má finna poka frá Garðheimum, Heilsuhúsinu, Veiðiflugum, Handverk og hönnun…