Litið um öxl

Við áramót staldra margir við og líta til baka yfir liðið ár. Froskar eiga það til að gera þetta líka og þessi Græni renndi örsnöggt yfir og virti fyrir sér það sem stendur uppúr hér á þessu bloggi. Samtals birtust 47 greinar og má segja að markmiði síðasta árs í þeim efnum hafi verið náð. Við þessar…

Hauststemming í járnskál

Stundum stendst maður bara ekki mátið…og það er einmitt það sem gerðist núna. Stóðst einfaldlega ekki mátið og mátti til með að smella af nokkrum myndum í haustfíling. Haustið er að mínu mati dásamlegur tími og oft er gaman að dúllast eitthvað úti við og gera sætt þar … á milli þess sem maður sópar…

Græni Froskurinn mættur á Twitter

Já, Froskurinn er mættur á Twitter.  Það er nefnilega um að gera að ögra sjálfum sér alltaf pínulítið, læra meira og stækka þanning þægindahringinn sinn.  Þú finnur okkur sem Græni Froskurinn eða með því að smella hér, merkir okkur með @GrFroskurinn og #Froskurinn Tístum saman :)

…og enn fleiri froskar

….já, það er ekki af þessum froskum í kringum mig skafið.  Þeir eru æðislegir og skemmtilegast hvað þeir eru margir tilbúnir að deila ýmsu efni með okkur hinum og hvetja áfram til góðra verka.  Í síðustu viku sagði ég frá ungu konunni, henni Ellu Karen sem ætlar að lofa okkur að fylgjst með sínum pælingum…

Froskunum fjölgar

Græna froskinum hefur vaxið ásmegin.  Juhúúúú…. já, það er kona af yngri kynslóðinni sem er umhugað um umhverfið og krónurnar í buddunni. Hún ætlar að vera með og skrifa og birta nokkra pistla. Þeir munu fjalla um það þegar hún er að gera upp hluti, pælingar um fjölnota í stað einnota, gamalt fyrir þér en…

Froskafargan

Af hverju Græni Froskurinn?  var ég spurð að um daginn. Sennilega er svarið vegna þess að; Grænt er uppáhalds liturinn minn. Ég er mjög hrifinn af grænu hugsuninni og þeirri umræðu sem henni tengist, svo framarlega sem hún fer ekki út í öfgar. Mér finnst eitthvað kómískt við froska. …og ég hef greinilega haft dulin…