Fuglahús fyrir veturinn

Það skýtur dálítið skökku við að pósta þessu núna  um mitt sumar.  Og þó ekki.  Hráefnið sem fer í þetta fuglafóðurshús er frekar áberandi um þessar mundir. Já, greinaafklippur úr garðinum og slanga úr reiðhjóladekki. Mæli samt ekki með því að ráðast á næsta hjól og kippa slöngunni úr, heldur komast yfir einhverja gamla ónothæfa slöngu…