Munum eftir smáfuglunum

Litlu fiðruðu vinum okkar er kalt þessa dagana og það er ekki auðvelt fyrir þá að nálgast fæðu þegar þykkt snjóalag hylur grund. Sem betur fer er til hellingur af fuglavinum og þeir eru duglegir að gefa fuglunum og fuglarnir launa það rausnarlega með fallegum söng úr næsta tré. Nú um jólin, eins og undanfarin…

Ryðgaði gosbrunnurinn

Enn hefur ekki birst nein færsla um söfnunaráráttu frúarinnar, en hún er sem sagt til staðar.  Gamlar netakúlur og bobbingar úr járni, og yfir höfuð bara svona ryðgað dót eins og tannhjól, keðjur og kúlur, eru gull og gersemar í augum frosksins og hefur einhvern ótrúlegan tælingarmátt.  Eftir eina fjöruferðina þegar fjölmargar netakúlur fengu að koma…

,,Girni“(legt), bráðdrepandi rusl!

Veiðitímabilið er hafið fyrir nokkru, mér og mínum til ómældrar ánægju.  Okkur hjónunum af því að okkur finnst svo gaman að fara og veiða og vera úti í náttúrunni, og krakkaormunum okkar af því að þeim finnst svo gaman þegar við erum ekki heima! Við erum gjarnan hvött til að fara eitthvað með stangirnar og…

Fuglahús fyrir veturinn

Það skýtur dálítið skökku við að pósta þessu núna  um mitt sumar.  Og þó ekki.  Hráefnið sem fer í þetta fuglafóðurshús er frekar áberandi um þessar mundir. Já, greinaafklippur úr garðinum og slanga úr reiðhjóladekki. Mæli samt ekki með því að ráðast á næsta hjól og kippa slöngunni úr, heldur komast yfir einhverja gamla ónothæfa slöngu…