Gluggagrænmeti

Salathausarnir sem maður kaupir í verslunum eru oft frekar litlir og oft á tíðum dugar einn slíkur skammt með máltíð fyrir þrjá. Galdurinn við þessa hausa hinsvegar er sá að þeir eru seldir í moldinni sem þeir uxu í með rótum og alles og það var til mikilli bóta þegar þeir hættu að nota plastpottana…

Endurnýttur mandarínukassi

Um þetta leiti árs hrúgast gjarnan mandarínukassar inn á fjölmörg heimili. Þetta heimili er enginn undantekning og kassarnir koma víða að notum.  Í fyrra brá Froskurinn á það ráð að raða í kassana allskonar gómsætu góðgæti og færa sem jólaglaðning. Auðvitað er hægt að gera það bara rétt sí svona, gúffa mandarínunum í sig og…

Í stað plastfilmu

Það verður nú að segjast alveg eins og er að lyklaborðið hefur alveg fengið hvíld frá skrifum í töluverðan tíma. En það er allt í lagi þar sem þessari síðu er haldið úti sem áhugamáli en ekki af kvöð, og stundum fá áhugamál pásur ekki satt. En nú er svo komið að ég verð að…

Brauðmolar

Það er þetta með afgangsbrauðið. Þegar búið er að koma sér upp góðum lager af brauðraspi, hvað gerir maður þá við alla brauðafgangana sem halda áfram að fara í frystinn? Fyrst minnkar maður brauðkaupin, það gefur auga leið. En, nú síðast urðu allir brauðafgangar að litlum brauð molum eða croutons eða hvað þetta heitir nú.…

Poppkorn

Geymsluaðferð á poppmaísbaunum er umfjöllunarefnið í þessari bloggfærslu en poppkorn er mikið borðað á þessu heimili….eða það kemur í svona tímabilum eins og svo oft vill verða. Núverandi tímabil er búið að standa mjöööög lengi. Fyrir nokkrum árum vorum við dugleg að kaupa örbylgjupopp af því að okkur þótti það einfaldlega betra. Örbylgjupopp hefur hins…

Girnilegar 50/50 kleinur

(A tiny bit in English at the bottom of this post) Verð eignlega að skrifa og birta þessa færslu núna, því þetta var verkefni gærkvöldsins og í gær var laugardagurinn 21.mars. Það er greinilega af sem áður var þegar laugardagskvöldunum var varið í að baka vandræði frekar en kleinur. Ástæðan fyrir þessu baksi á konunni…

Spurðu Rabba bara…

Við yfirferð í kistunni um daginn komu í ljós tveir stútfullir pokar af rabarbara sem skornir höfðu verið niður í bita síðasta sumar ……eða var það kannski þar síðasta sumar! neiiiiiiii……..geturekkiverið! Þar sem nú er átakið ,,minnkum matarsóun í mars“ og það styttist vonandi í að rabbóinn fari að skjóta upp kollinum aftur, þá var…

Vatnafiskibollur

Nú styttist óðum í nýtt veiðitímabil og því ekki seinna vænna en að vinna niður birgðir úr frystikistunni. Í frystinum voru til nokkur flök af bleikju frá síðasta sumri og við hliðina á bleikjunni voru tvö flök af ýsu. Því var brugðið á það ráð að taka hvoru tveggja úr frystinum, þýða og roðrífa silunginn því nú…

Upphituð kjötsúpa

…og því oftar sem hún er hituð upp, því betri verður hún. Það sagði amma allavega og það er líka alveg satt.  Hún sagði líka ,,bara taka rófuna úr, því hún getur súrnað“. Þegar planið er svo kannski annað en að borða upphitaða kjötsúpu í marga, marga daga, þá er fátt betra en að setja…

Minnkum matarsóun í mars

Minnkum matarsóun í mars varð ofan á í laufléttri könnun í Fjölnota í febrúar viðburðinum okkar á Facebook. Að minnka matarsóun er mjög verðugt verkefni og eins og með allt annað, ef við viljum breyta heiminum þá hljótum við að byrja á okkur sjálfum. Til þess tekur maður eitt skref í einu. Matarsóun er sennilega…