Hauststemming í járnskál

Stundum stendst maður bara ekki mátið…og það er einmitt það sem gerðist núna. Stóðst einfaldlega ekki mátið og mátti til með að smella af nokkrum myndum í haustfíling. Haustið er að mínu mati dásamlegur tími og oft er gaman að dúllast eitthvað úti við og gera sætt þar … á milli þess sem maður sópar…

Paradísarmissir? Ó nei….

Hátíð til verndar hálendi Íslands í Háskólabíó í kvöld. Það er náttúrulega með ólíkindum að það þurfi að vera með svona hátíð til að vernda landið okkar. Að menn skuli ekki sjá verðmætin sem felast í ósnortinni náttúru er mér óskiljanlegt!  Ég hef þá trú að í heimi þar sem fólksfjöldi eykst og ummerki um búsetu mannsins…

Haustkrans

Góð vinkona mín orðaði það við mig í vikunni að hún ætlaði hugsanlega að gera haustkrans um helgina. Hversu góð hugmynd er það eiginlega? Það eru komin mörg ár síðan ég gerði síðast svona krans. Þar sem fátt annað komast að en hugsunin um að gera krans á útidyrahurðina var náttúrulega bara eitt í boði…