Pínu páskar

Það er komið upp….páskaskrautið og það slær svona gulum ljóma hér yfir stofuna.  Svo sem ekkert nýtt skraut frá því í fyrra enda nóg til….og þó. Eitt stórt gult klakakerti sem gert var núna fyrir jólin fór á nýmálaðan kertastakja sem var í ýmsum litum fyrir helgi. Jú, og svo fóru útikertakrukkurnar í gulan búning…

Aðventukransinn þetta árið

Um þetta leiti árs gerist það gjarnan að fjölmargir útbúa eða kaupa sér aðventukrans til að telja niður í jólin. Græni froskurinn er þar enginn undantekning nema kannski að því leiti að það heyrir til undantekningar ef hinn svokallaði krans sé tilbúin hér á bæ þann fyrsta í aðventu. Og nú þegar þetta er skrifað eru…

Sparað í desember

Ég var frekar hugsi yfir því hvað ég ætti að skrifa um núna í dag, þriðja desember þar sem ekkert jólasniðugt er búið að gerast hér á bæ, svona að ráði. Ætla reyndar að klára snjókarla bútasaumsmynd, helst í dag og skrifa um síðar, gaddavírsjólatrén sem ég fjallaði aðeins um síðast eru reyndar enn úti og…

Jóladressið

Eitthvað hefur nú verið rólegt yfir okkur hér á Græna froskinum undanfarið. Það verður að skrifast á tímaskort og stundum er það er bara þannig. Það er ekki alveg það sem froskurinn planaði því hugmyndirnar að verkefnum eru svo fjölmargar. En, jæja…. Um síðustu helgi var jólast frá því að helgi hófst og þar til…

Kubbakerti

…og þá á ég við kerti með kubbum í en ekki lítil og kubbaleg kerti.  Svona kubbakerti er mjög spennandi að gera og fellst spennan aðallega í því að sjá hvernig kertin koma út í lokin.  Mjög auðvelt er að búa til kubbana, svona allavega þegar búið er að prófa nokkrar leiðir.  Við höfum prófað…

Vax + litir = vaxlitir

Segiði svo að algebran sé dauð…. Verð að byrja á því að segja afsakið, í síðasta kertapósti þóttist ég ætla að tala um kubbakerti í næsta kertapósti, sem er náttúrulega þessi. Það var helber lýgi og ég roðnaði ekki einu sinni.  Þetta var þó óafvitandi, ég ætlaði nefnilega fyrst að tala um litina á vaxinu.…

Kertaþræðir

Ef enginn er þráðurinn, verður lítið um loga á kertinu. Þess vegna er betra að leiða hugann að honum fljótlega í kertagerðaferlinu. Við getum notað kertaþræði úr kertastubbum sem við erum að fara að endurvinna, keypt þræði í verslunum eða búið þá til.  Ég á enn eftir að prófa að búa þá til, en það…

Tadaaaaa! Fernur og dósir verða…

…að kertamótum. Jesssörí Bobb. Það er ekkert flókið við það, við notum það sem til fellur. Það er nefnilega óþarfi að vera sífellt að kaupa……ömmmm, finnst eins og ég hafi sagt þetta áður. Þau ílát sem við höldum til haga til að nota í kertagerðinni, öllum heimilismeðlimum til ómældrar ánægju (NOT), eru meðal annars;  Fernur…

Undirbúningur kertagerðar

Eins og kom fram í greininni um tólgarkertin er stefnan tekin á nokkrar greinar um endurvinnslu á kerta afgöngum.  Það er, að mati okkar vinkvennanna, afar gefandi og skemmtilegt að búa til kerti. En áður en hafist er handa er um að gera að vera búin að útvega sér og hafa í huga, nokkra þætti sem…

Kertaafgangar úr teljósum

Pfiff, – það tekur því nú ekki, þetta er svo lítið. Já, í einu litlu móti þar sem ljósið er búið eða öllu heldur kertaþráðurinn, er mjög lítið vax eftir. En, það á við hér eins og svo víða annarsstaðar að safnast þegar saman kemur. Skil á kertaafgöngum til endurvinnslustöðva eykst með ári hverju og…