Best fyrir ….hvað?

Um daginn sáði ég smotteríi af kryddjurtum og grænmeti í áldósir . M.a sáði ég kóríander úr poka sem á stóð best fyrir …2007.  Mér fannst dagsetninginn svo afspyrnu forneskjuleg eitthvað að ég dúndraði þeim örfáu fræjum sem eftir voru í moldina og henti pokanum hið snarasta, með örlítin móral yfir því að vera að geyma…

Í hvað sáir þú?

Þeim fjölgar alltaf sem sá fræjum kryddjurta og koma þeim fyrir í eldhúsglugganum og útfærslur á ílátum undir jurtirnar eru af öllum tegundum og gerðum. Páskarnir voru einmitt nýttir í þetta verkefni. Það er nú ekki eins og það vanti blómapottana á þetta heimili en samt sem áður langaði mig að sá fræjum í áldósir sem…