Gluggagrænmeti

Salathausarnir sem maður kaupir í verslunum eru oft frekar litlir og oft á tíðum dugar einn slíkur skammt með máltíð fyrir þrjá. Galdurinn við þessa hausa hinsvegar er sá að þeir eru seldir í moldinni sem þeir uxu í með rótum og alles og það var til mikilli bóta þegar þeir hættu að nota plastpottana…

Taubindi

Frá því að þessi froskur byrjaði á blæðingum fyrir u.þ.b. 35 árum síðan þá hafa ófá dömubindin og innleggin farið í ruslið. Ég gæti trúað að bara mín notkun hlaupi á einhverjum rúmmetrum og liggi enn í einhverri landfyllingunni einhverstaðar. Úff, það er nú bara töluvert eftir eina mannveru. Og ekki nóg með það að…

Heimatilbúinn kaffiskrúbbur

Auðvitað þarf maður að prófa þetta flaug í gegnum hugann fyrir löngu síðan, eða þegar maður heyrði fyrst af kaffiskrúbbnum. Síðan hafa margir kaffibollar runnið í gegn!  En ekki alls fyrir löngu mundi ég svo eftir því að prófa þetta og varð fyrir vikið afar stolt af því að muna loksins. Um daginn fór því…

Jólatréð mitt…

Þá styttist óðum í þrettándann og síðasta daga jóla sem að þessu sinni kemur upp á laugardag. Þá fer jólaksrautið niður á flestum heimilum, þ.e.a.s ef það er ekki nú þegar komið niður. Skrautið af jólatrénu fer á sinn stað og eftir stendur tréð, hálfnakið að manni finnst og hlutverki þess lokið….í hugum flestra. Mér…

Bláberjageymsla

Berjatínslutíminn er alveg að ganga í garð og við sem hér búum erum svo heppin að við getum farið í berjamó á hverju ári og sankað að okkur öllum þeim berjategundum sem okkar dásamlega land býður uppá. Krækiber, bláber, hrútaber og jafnvel jarðaber á stöku stað. Þeir sem búa svo vel að hafa garð geta…

Í stað plastfilmu

Það verður nú að segjast alveg eins og er að lyklaborðið hefur alveg fengið hvíld frá skrifum í töluverðan tíma. En það er allt í lagi þar sem þessari síðu er haldið úti sem áhugamáli en ekki af kvöð, og stundum fá áhugamál pásur ekki satt. En nú er svo komið að ég verð að…

Sparað í desember

Ég var frekar hugsi yfir því hvað ég ætti að skrifa um núna í dag, þriðja desember þar sem ekkert jólasniðugt er búið að gerast hér á bæ, svona að ráði. Ætla reyndar að klára snjókarla bútasaumsmynd, helst í dag og skrifa um síðar, gaddavírsjólatrén sem ég fjallaði aðeins um síðast eru reyndar enn úti og…

Sóar þú 123 kg. af mat á ári?

Nei, sennilega geri ég það nú ekki þar sem mér finnst ég vera afskaplega nýtin á mat. EN, Skv. nýlegri rannsókn þá er áætlað að hver Evrópubúi sói um 123 kg. af mat á hverju ári og þar af eru um 80 kg. æt.  Við erum að tala um á mann. Það myndi þá þýða…

Matjurtakassar

Loksins var komin endanleg hugmynd að matjurtarkössum í garðinn.  Margar hugmyndir höfðu komið og farið, vissulega misgáfulegar en það er mikil ánægja með lokaútfærsluna. Það kostaði auðvitað töluverða vinnu og skipulag og um það má lesa í þessum og síðustu tveim póstum …en hvað um það. Fyrst þurfti að byrja á því að taka örlítið…

Molta

Nú þegar nýju moltukassarnir eru tilbúnir er óhætt að hætta að hræðast það að eggjaskurn fari að fjúka um götur borgarinnar. Eða allavega af okkar völdum. En svona verður moltan okkar til: Í skápnum undir eldhúsvaskinum er svona dós. Þessi er undan piparkökum síðan einhvern tímann fyrir löngu. Þær hafa verið nokkrar hjá okkur moltudósirnar,…