Litið um öxl

Við áramót staldra margir við og líta til baka yfir liðið ár. Froskar eiga það til að gera þetta líka og þessi Græni renndi örsnöggt yfir og virti fyrir sér það sem stendur uppúr hér á þessu bloggi. Samtals birtust 47 greinar og má segja að markmiði síðasta árs í þeim efnum hafi verið náð. Við þessar…

Poppkorn

Geymsluaðferð á poppmaísbaunum er umfjöllunarefnið í þessari bloggfærslu en poppkorn er mikið borðað á þessu heimili….eða það kemur í svona tímabilum eins og svo oft vill verða. Núverandi tímabil er búið að standa mjöööög lengi. Fyrir nokkrum árum vorum við dugleg að kaupa örbylgjupopp af því að okkur þótti það einfaldlega betra. Örbylgjupopp hefur hins…

Hrísgrjónin í gær

Hrísgrjón, sem er fjölær grastegund, eru þriðja mest ræktaða planta í heiminum og í Asíu metta hrísgrjón rúmlega tvo milljarða manna á hverjum degi. Þessar góðu upplýsingar koma fram í uppáhaldsblaðinu mínu, Bændablaðinu. Um helmingur jarðarbúa borðar svo hrísgrjón á hverjum degi. Það ætti því ekki að koma neitt rosalega mikið á óvart að stundum…

Girnilegar 50/50 kleinur

(A tiny bit in English at the bottom of this post) Verð eignlega að skrifa og birta þessa færslu núna, því þetta var verkefni gærkvöldsins og í gær var laugardagurinn 21.mars. Það er greinilega af sem áður var þegar laugardagskvöldunum var varið í að baka vandræði frekar en kleinur. Ástæðan fyrir þessu baksi á konunni…

Spurðu Rabba bara…

Við yfirferð í kistunni um daginn komu í ljós tveir stútfullir pokar af rabarbara sem skornir höfðu verið niður í bita síðasta sumar ……eða var það kannski þar síðasta sumar! neiiiiiiii……..geturekkiverið! Þar sem nú er átakið ,,minnkum matarsóun í mars“ og það styttist vonandi í að rabbóinn fari að skjóta upp kollinum aftur, þá var…

Vatnafiskibollur

Nú styttist óðum í nýtt veiðitímabil og því ekki seinna vænna en að vinna niður birgðir úr frystikistunni. Í frystinum voru til nokkur flök af bleikju frá síðasta sumri og við hliðina á bleikjunni voru tvö flök af ýsu. Því var brugðið á það ráð að taka hvoru tveggja úr frystinum, þýða og roðrífa silunginn því nú…

Upphituð kjötsúpa

…og því oftar sem hún er hituð upp, því betri verður hún. Það sagði amma allavega og það er líka alveg satt.  Hún sagði líka ,,bara taka rófuna úr, því hún getur súrnað“. Þegar planið er svo kannski annað en að borða upphitaða kjötsúpu í marga, marga daga, þá er fátt betra en að setja…

Minnkum matarsóun í mars

Minnkum matarsóun í mars varð ofan á í laufléttri könnun í Fjölnota í febrúar viðburðinum okkar á Facebook. Að minnka matarsóun er mjög verðugt verkefni og eins og með allt annað, ef við viljum breyta heiminum þá hljótum við að byrja á okkur sjálfum. Til þess tekur maður eitt skref í einu. Matarsóun er sennilega…