Taubindi

Frá því að þessi froskur byrjaði á blæðingum fyrir u.þ.b. 35 árum síðan þá hafa ófá dömubindin og innleggin farið í ruslið. Ég gæti trúað að bara mín notkun hlaupi á einhverjum rúmmetrum og liggi enn í einhverri landfyllingunni einhverstaðar. Úff, það er nú bara töluvert eftir eina mannveru. Og ekki nóg með það að…

Umhverfishátíð í Norræna húsinu 7. og 8. apríl 2018

Hæ hó jibbý jei og jibbíííí jei, í dag er haldin umhverfishátið. Þessa undurljúfu helgi,  þ.e. 7. og 8. apríl er Umhverfishátíð í Norræna húsinu sem ber yfirskriftina; Gerum heimilin grænni. Þar er mjög fjölbreytt dagskrá í boði en markmiðið með hátíðinni er einmitt að kynna einfaldar og skemmtilegar lausnir sem stuðla að grænna heimili.…

Í stað plastfilmu

Það verður nú að segjast alveg eins og er að lyklaborðið hefur alveg fengið hvíld frá skrifum í töluverðan tíma. En það er allt í lagi þar sem þessari síðu er haldið úti sem áhugamáli en ekki af kvöð, og stundum fá áhugamál pásur ekki satt. En nú er svo komið að ég verð að…

Jólatré úr gaddavír

uuuuhuu…..gaddavír ….einmitt. Þeir sem þekkja þennan frosk vita sumir hverjir hversu riðgaður hann er…ekki eftir svona hvítvínssull, þó að það komi nú fyrir, heldur af því að hann er svo hrifin af riðguðum hlutum.  Því var það þegar augun rákust alveg óvart í riðgað jólatré á Pinterest um daginn að það varð ekki aftur snúið.…

Hvað gerir maður við ónýta hjólaslöngu?

Nú, ef þú ert svona hálfgerður froskur eins og ég, þá strýkur þú aðeins af henni og setur hana í tóma dós, sem var bara alveg óvart beint fyrir framan þig…. … og setur hana svo upp í hillu hjá hinum dósunum sem einnig geyma eitthvað….og ekki gleyma að merkja vel. Svo nefnilega kemur að…

Froskafrí ….eða ekki

Það hefur nú verið heldur lítið skrifað á þessa síðu nú í sumar. Það er afar góð ástæða fyrir því.  Þessi froskur vill helst vera úti í íslenska sumrinu en ekki fyrir framan tölvuskjá.  Fjölnota er hins vegar enn í fullum gangi ásamt ræktun á grænmeti og endurvinnslu. Þeir sem til þekkja vita að endurvinnsla…

Endurvinnsla á pappír

Að búa til pappír er góð skemmtun og um helgina lagði Græni Froskurinn í nokkrar arkir.  Fyrst þurfti að búa til ramma með þéttriðnu neti fyrri arkirnar og um leið og rammarnir voru klárir var hægt að byrja. Takk Græni prins fyrri smíðina. Það sparaði óneytanlega mikla vinnu að komast í pappírstætara og fara heim með…

Endurunnin gestabók

Nú er ýmislegt spennandi að gerast hjá Græna Froskinum.  Í þó nokkur ár hefur Græni Froskurinn útbúið gestabækur í tilefni af fermingu barnanna á heimilinu og reyndar annara barna líka. Nú er svo komið að ákveðið hefur verðið að bjóða þeim sem áhuga hafa tækifæri til að eignast svona gestabók. Gestabókin er alveg í takt við…