Gluggagrænmeti

Salathausarnir sem maður kaupir í verslunum eru oft frekar litlir og oft á tíðum dugar einn slíkur skammt með máltíð fyrir þrjá. Galdurinn við þessa hausa hinsvegar er sá að þeir eru seldir í moldinni sem þeir uxu í með rótum og alles og það var til mikilli bóta þegar þeir hættu að nota plastpottana…

Efla, þetta er alveg til fyrirmyndar!

Með morgunkaffinu í morgun og ,,dagblaðaflettingum“ sem fólust reyndar í skruni á skjá varð þessi grein frá 9. apríl sl. fyrir valinu í morgunlestrinum. Í fréttinni er sagt frá umhverfisátaki Eflu og tilgreind fjölmörg skref sem þau taka til að draga úr sóun og minnka vistspor. Eins og segir í fyrirsögn þá er búið að draga úr…

Í stað plastfilmu

Það verður nú að segjast alveg eins og er að lyklaborðið hefur alveg fengið hvíld frá skrifum í töluverðan tíma. En það er allt í lagi þar sem þessari síðu er haldið úti sem áhugamáli en ekki af kvöð, og stundum fá áhugamál pásur ekki satt. En nú er svo komið að ég verð að…

Litið um öxl

Við áramót staldra margir við og líta til baka yfir liðið ár. Froskar eiga það til að gera þetta líka og þessi Græni renndi örsnöggt yfir og virti fyrir sér það sem stendur uppúr hér á þessu bloggi. Samtals birtust 47 greinar og má segja að markmiði síðasta árs í þeim efnum hafi verið náð. Við þessar…

Matjurtakassar

Loksins var komin endanleg hugmynd að matjurtarkössum í garðinn.  Margar hugmyndir höfðu komið og farið, vissulega misgáfulegar en það er mikil ánægja með lokaútfærsluna. Það kostaði auðvitað töluverða vinnu og skipulag og um það má lesa í þessum og síðustu tveim póstum …en hvað um það. Fyrst þurfti að byrja á því að taka örlítið…

Molta

Nú þegar nýju moltukassarnir eru tilbúnir er óhætt að hætta að hræðast það að eggjaskurn fari að fjúka um götur borgarinnar. Eða allavega af okkar völdum. En svona verður moltan okkar til: Í skápnum undir eldhúsvaskinum er svona dós. Þessi er undan piparkökum síðan einhvern tímann fyrir löngu. Þær hafa verið nokkrar hjá okkur moltudósirnar,…

Moltukassar

Þegar froskafjölskyldan flutti í núverandi húsnæði síðla árs 2000 kom ekki annað til greina en að vera með moltukassa í garðinum.  Hinn handlagni heimilsfaðir tók að sér, þá um veturinn, að útbúa moltukassa úr brettatimbri í skúrnum. Þó að ég muni ekki í dag hvað hún heitir, þá fór einhver fúavörn innan í kassana. Um…