Peysa og blússa verða að kjól rétt fyrir jól…

Æji, stóðst ekki mátið með að rýma smá…þó að það passi engan veginn Þannig var mál með vexti að fyrirhuguð fataskápa tiltekt sem lengi hafði staðið til varð loks að veruleika og í stofusófanum hrönnuðust upp tveir afar góðir fatastaflar. Í þessum stafla voru peysur og bolir, buxur og blússur, götóttir sokkar og ýmislegt fleira…

Hvor er betri; bleikur eða brúnn?

Það er þetta með hringrásina…. Nýverið smellti ég einu ,,læki“ á facebook síðu sem heitir Dirty girls of Lesvos Islands. Það sem varð til þess að ég smellti þessu læki var stadus sem hljómaði eitthvað á þessaa leið ,,Fólk setur pening í að styrkja hjálparstarf – hjálparaðili kaupir teppi handa flóttafólki – teppum og fatnaði er síðan…

Gallabuxnaskór – Sole Hope

Fyrir örfáum vikum síðan heyrði ég af virkilega fallegu og áhugaverðu verkefni sem heitir Sole Hope. Sole hope snýst um að klæða fætur barna og fullorðinna í Úganda, m.ö.o búa til skó og vernda þau fyrir sandfló ,,jiggers“, pöddukvikindi sem lifir í þurrum jarðveginum. Þær bíta og éta sig inn í fætur barna og fullorðina, verpa…

Náttbuxnamoppa

Þessum Froski finnst það virkilega skemmtilegt og bara hreinlega nærandi þegar komið er að máli við hann og hann fær að heyra af hvað og hvernig aðrir gera. Þá sérstaklega þegar einstalinkgar eru að nýta hluti betur. Þessi græni hefur nefnilega þá trú að allt sem við nýtum betur hljóti að vera af hinu góða…

Allt sem þú vildir vita um fatasöfnun Rauða Krossins en…

þorðir ekki að spyrja um….eða hafðir jafnvel ekki hugmyndaflug til að spyrja að. Í dag, sunnudaginn 15. janúar 2017, birtist frábær grein í Morgunblaðinu um fatasöfnun Rauða Krossins, En svona í stuttu máli þá er… ,,það er al­gjör sóun að henda flík eða nokkr­um tex­tíl í ruslið. Það er eins mik­il sóun og hægt er að…

Hekluð motta úr gömlum bolum

Í einu fortíðarþráhyggjukastinu um daginn þar sem Froskurinn datt ofan í gömul myndaalbúm af börnunum, rifjaðist það upp að á sínum tíma heklaði hann mottu úr gömlum stuttermabolum. Í mottuna voru nýttir fjórir stuttermabolir, hvítur, svartur og tveir gráir. Þar sem þetta var fyrir tíma bloggs….og hér um bil tölva ….var þetta verkefni ekki myndað í…

Fataviðgerðir

Hver kannast ekki við að hafa átt uppáhaldsflík og hreinlega elskað þá flík í tætlur?  Staðan er oft þannig á þessu heimili. Stundum eru flíkurnar í það miklu uppáhaldi að allt kapp er lagt á að ganga í þeim örlítið lengur, stundum er það ekki þannig og þá fara þær í fatasöfnun Rauða Krossins eða…

Gallaprjónapúðaver

Þetta ætti nú eiginlega að halda uppá með pomp og prakt, lúðrablæstri og skrúðgöngu, fálkaorðu já og stór riddarakrossi og kossi. …og mér er fúlasta alvara.  Ef þið þekkið einhvern í svona orðunefnd, endilega nefnið mig. Þið sjáið fljótlega af hverju. Kannski muna einhverjir eftir sparibauk frá því í gamla daga sem söng gjarnan ,,í…

Tauið er málið

Þegar ég var 6 ára eignaðist ég lítinn bróður og ALLT var merkilegt sem kom honum við. Einna merkilegast fannst mér að pabbi og stjúpmamma mín ákváðu að nota á hann taubleyjur í stað bréfbleyja. Þetta voru einfaldar samanbrotnar grisjubleyjur í skel með plasti í millilagi og þetta var það merkilegasta sem ég hafði séð. Svo þegar…

Það er gott að gefa

Í sunnudagsaukagreinni sagði ég ykkur frá ganga-skápa-tiltektinni ógurlegu. Tiltektin sú arna hafði lengi verið á döfinni og svo þegar ég sá að taflfélagið Hrókurinn væri að safna fyrir börn í þorpinu Ittoqqortoormiit (ég í alvöru koppí/peistaði þessu heiti á þorpinu) á austurströnd Grænlands var komið að því.  Í dag, 15. október brá ég mér svo…