Endurnýttur mandarínukassi

Um þetta leiti árs hrúgast gjarnan mandarínukassar inn á fjölmörg heimili. Þetta heimili er enginn undantekning og kassarnir koma víða að notum.  Í fyrra brá Froskurinn á það ráð að raða í kassana allskonar gómsætu góðgæti og færa sem jólaglaðning. Auðvitað er hægt að gera það bara rétt sí svona, gúffa mandarínunum í sig og…

Efla, þetta er alveg til fyrirmyndar!

Með morgunkaffinu í morgun og ,,dagblaðaflettingum“ sem fólust reyndar í skruni á skjá varð þessi grein frá 9. apríl sl. fyrir valinu í morgunlestrinum. Í fréttinni er sagt frá umhverfisátaki Eflu og tilgreind fjölmörg skref sem þau taka til að draga úr sóun og minnka vistspor. Eins og segir í fyrirsögn þá er búið að draga úr…

Aðventukransinn þetta árið

Um þetta leiti árs gerist það gjarnan að fjölmargir útbúa eða kaupa sér aðventukrans til að telja niður í jólin. Græni froskurinn er þar enginn undantekning nema kannski að því leiti að það heyrir til undantekningar ef hinn svokallaði krans sé tilbúin hér á bæ þann fyrsta í aðventu. Og nú þegar þetta er skrifað eru…

Jólaumbúðir

Nú líður senn að jólum og þá fara margir að huga að því sem þeir hyggjast gera fyrir hátíðirnar. Eitt af því sem margir spá í eru umbúðir utan um jólagjafir því fallegur pakki er eitthvað svo æðislegur.  Ég elska jólapappír og eins skemmtilegt og mér finnst að kaupa hann, þá hef ég dregið afskaplega…

Hvað gerir maður við ónýta hjólaslöngu?

Nú, ef þú ert svona hálfgerður froskur eins og ég, þá strýkur þú aðeins af henni og setur hana í tóma dós, sem var bara alveg óvart beint fyrir framan þig…. … og setur hana svo upp í hillu hjá hinum dósunum sem einnig geyma eitthvað….og ekki gleyma að merkja vel. Svo nefnilega kemur að…

Froskafrí ….eða ekki

Það hefur nú verið heldur lítið skrifað á þessa síðu nú í sumar. Það er afar góð ástæða fyrir því.  Þessi froskur vill helst vera úti í íslenska sumrinu en ekki fyrir framan tölvuskjá.  Fjölnota er hins vegar enn í fullum gangi ásamt ræktun á grænmeti og endurvinnslu. Þeir sem til þekkja vita að endurvinnsla…

Girnilegar 50/50 kleinur

(A tiny bit in English at the bottom of this post) Verð eignlega að skrifa og birta þessa færslu núna, því þetta var verkefni gærkvöldsins og í gær var laugardagurinn 21.mars. Það er greinilega af sem áður var þegar laugardagskvöldunum var varið í að baka vandræði frekar en kleinur. Ástæðan fyrir þessu baksi á konunni…

Til og frá

Ef okkur láist að setja merkimiða á gjafirnar frá okkur, hver veit þá hver á að fá hvað? Ég mundi eftir því nú um jólin, í einu sófakastinu þegar ég lá og svipaðist um í jólastofunni, að ég átti inn í skáp bunka af jólakortum síðustu ára. Það hafði alltaf staðið til að útbúa merkspjöld…

Mjólkurfernur

,,Hvar á ég að geyma þetta?“  ,, æji, ég hef ekki pláss.“ og ,,það er svo mikið rusl af þessu “ eru nokkur af þeim svörum sem ég hef fengið þegar ég spyr hvort viðkomandi flokki ekki fernur?  Vissulega allt góð og gild svör og eflaust í mörgum tilfellum mjög erfitt að koma fernum fyrir einhver…

Afdankaðar gormabækur

Það er alveg ótrúlegt magn af allskonar dóti sem fyrirfinnst hér á heimilinu.  Ég vil nú reyndar kalla þetta eignir en aðrir eflaust drasl.  Sennnilega er svona eignadrasl á fjölmörgum heimilum.  Um daginn fannst þessi beiglaða, krumpaða og afdankaða gormabók í einhverri skúffunni. Þar sem það virðist vera í genunum hjá þessum froski að henda engu sem…