Margnota blautþurrkur

Nú er tími ferðalaga loks runninn upp og þá hoppar þessi froskur gjarnan út fyrir borgarmörkin og nýtur Íslands í sínum græna búning. Þar sem við hjónakornin höfum verið að þvælast er ekki alltaf hægt að komast í sturtu eða sund til að þrífa sig og því höfum við oft tekið með okkur svona einnota…

Peysa og blússa verða að kjól rétt fyrir jól…

Æji, stóðst ekki mátið með að rýma smá…þó að það passi engan veginn Þannig var mál með vexti að fyrirhuguð fataskápa tiltekt sem lengi hafði staðið til varð loks að veruleika og í stofusófanum hrönnuðust upp tveir afar góðir fatastaflar. Í þessum stafla voru peysur og bolir, buxur og blússur, götóttir sokkar og ýmislegt fleira…

Taubindi

Frá því að þessi froskur byrjaði á blæðingum fyrir u.þ.b. 35 árum síðan þá hafa ófá dömubindin og innleggin farið í ruslið. Ég gæti trúað að bara mín notkun hlaupi á einhverjum rúmmetrum og liggi enn í einhverri landfyllingunni einhverstaðar. Úff, það er nú bara töluvert eftir eina mannveru. Og ekki nóg með það að…

Gamalt jólaskraut

Já, hvað gerir maður við gamalt jólaskraut? Nú líður óðum að þeim tíma þegar jólaskrautið fer aftur niður. Okkar fer aftur í kassana sína sem sumir hverjir eru orðnir lúnir og eflaust pakka nú flestir sínu skrauti niður. Það eru þó ekki allir sem gera það. Sumir skipta út skrautinu á jólatrénu á hverju ári…

Hvor er betri; bleikur eða brúnn?

Það er þetta með hringrásina…. Nýverið smellti ég einu ,,læki“ á facebook síðu sem heitir Dirty girls of Lesvos Islands. Það sem varð til þess að ég smellti þessu læki var stadus sem hljómaði eitthvað á þessaa leið ,,Fólk setur pening í að styrkja hjálparstarf – hjálparaðili kaupir teppi handa flóttafólki – teppum og fatnaði er síðan…

Gallabuxnaskór – Sole Hope

Fyrir örfáum vikum síðan heyrði ég af virkilega fallegu og áhugaverðu verkefni sem heitir Sole Hope. Sole hope snýst um að klæða fætur barna og fullorðinna í Úganda, m.ö.o búa til skó og vernda þau fyrir sandfló ,,jiggers“, pöddukvikindi sem lifir í þurrum jarðveginum. Þær bíta og éta sig inn í fætur barna og fullorðina, verpa…

Náttbuxnamoppa

Þessum Froski finnst það virkilega skemmtilegt og bara hreinlega nærandi þegar komið er að máli við hann og hann fær að heyra af hvað og hvernig aðrir gera. Þá sérstaklega þegar einstalinkgar eru að nýta hluti betur. Þessi græni hefur nefnilega þá trú að allt sem við nýtum betur hljóti að vera af hinu góða…

Framhaldslíf bláa skemilsins

Í fjöldamörg ár hefur verið til hér á heimilinu blár skemill til að hvíla lúna fætur. Nú síðustu ár, reyndar nokkuð mörg síðustu ár, hefur hann hins vegar frekar hvílt lúna ketti. Hann er sem sagt gjarnan afdrep ferfætlinganna á heimilinu. Þeir hafa jafnvel gerst svo grófir að nota skemilinn sem klóruprik. Það er því…

Gallaprjónapúðaver

Þetta ætti nú eiginlega að halda uppá með pomp og prakt, lúðrablæstri og skrúðgöngu, fálkaorðu já og stór riddarakrossi og kossi. …og mér er fúlasta alvara.  Ef þið þekkið einhvern í svona orðunefnd, endilega nefnið mig. Þið sjáið fljótlega af hverju. Kannski muna einhverjir eftir sparibauk frá því í gamla daga sem söng gjarnan ,,í…

Í lok Fjölnota í febrúar

Nú þegar febrúar er að líða undir lok langar mig að stilka á stóru um ýmislegt sem gerðist hjá okkur á viðburðinum ,,Fjölnota í febrúar“. Eins og sagði í upphafi var þetta hvatningaverkefni til þess að hvetja fólk til að taka með sér fjölnota burðarpoka í verslanir…..allar verslanir. Þegar hugmyndin kviknaði taldi ég sniðugt að…