Jólatréð mitt…

Þá styttist óðum í þrettándann og síðasta daga jóla sem að þessu sinni kemur upp á laugardag. Þá fer jólaksrautið niður á flestum heimilum, þ.e.a.s ef það er ekki nú þegar komið niður. Skrautið af jólatrénu fer á sinn stað og eftir stendur tréð, hálfnakið að manni finnst og hlutverki þess lokið….í hugum flestra. Mér…

Endurnýttur mandarínukassi

Um þetta leiti árs hrúgast gjarnan mandarínukassar inn á fjölmörg heimili. Þetta heimili er enginn undantekning og kassarnir koma víða að notum.  Í fyrra brá Froskurinn á það ráð að raða í kassana allskonar gómsætu góðgæti og færa sem jólaglaðning. Auðvitað er hægt að gera það bara rétt sí svona, gúffa mandarínunum í sig og…

Froskafrí ….eða ekki

Það hefur nú verið heldur lítið skrifað á þessa síðu nú í sumar. Það er afar góð ástæða fyrir því.  Þessi froskur vill helst vera úti í íslenska sumrinu en ekki fyrir framan tölvuskjá.  Fjölnota er hins vegar enn í fullum gangi ásamt ræktun á grænmeti og endurvinnslu. Þeir sem til þekkja vita að endurvinnsla…

Matjurtakassar

Loksins var komin endanleg hugmynd að matjurtarkössum í garðinn.  Margar hugmyndir höfðu komið og farið, vissulega misgáfulegar en það er mikil ánægja með lokaútfærsluna. Það kostaði auðvitað töluverða vinnu og skipulag og um það má lesa í þessum og síðustu tveim póstum …en hvað um það. Fyrst þurfti að byrja á því að taka örlítið…

Moltukassar

Þegar froskafjölskyldan flutti í núverandi húsnæði síðla árs 2000 kom ekki annað til greina en að vera með moltukassa í garðinum.  Hinn handlagni heimilsfaðir tók að sér, þá um veturinn, að útbúa moltukassa úr brettatimbri í skúrnum. Þó að ég muni ekki í dag hvað hún heitir, þá fór einhver fúavörn innan í kassana. Um…

Í alvöru eru þetta…?

Einu sinni áttum við skápa/hillueiningarar án hurða. Því miður þá var það á þeim tíma sem vídeóspólur með Bangsimon, Lion king og fleiri yndislegum teiknimyndafígúrum fylltu skápana. Tókuð þið eftir að ég sagði vídeóspólur? Já, það er sem sagt dáldið síðan þetta gerðist.  Allavega, mig langaði svo að geta lokað á allar videóspólurnar, en hurðarnar sem komu…